Sport

Curry og Beckham í gifsi frá Össur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty

Stephen Curry, einn besti maður bandarísku NBA deildarinnar, er frá góðu gamni þessa dagana en hann er að glíma við meiðsli á fæti. Hann er þó í góðum höndum því hann gengur um í göngugifsi frá Össur.

Össur er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á ýmsum stoðtækjum og stuðningsvörum og hefur lengi verið í fremstu röð í þeim geira.

Í skemmtilegri færslu á Twitter í dag voru birtar myndir af Curry og Odell Beckham í gifsum frá Össur.
Beckham er leikmaður New York Giants í bandarísku NFL deildinni. Hann gekk meira að segja svo langt að láta klæða gifsið sitt með munstri frá franska hönnunarhúsinu Louis Vuitton.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.