Enski boltinn

Lacazette ekki með á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandre Lacazette er meiddur í nára.
Alexandre Lacazette er meiddur í nára. vísir/getty
Franski framherjinn Alexandre Lacazette verður fjarri góðu gamni þegar Arsenal fær Manchester United í heimsókn á morgun. Þetta staðfesti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, á blaðamannafundi í dag.

Lacazette meiddist á nára í 5-0 sigrinum á Huddersfield á miðvikudaginn og þurfti að fara af velli í hálfleik.

Alexis Sánchez glímir við meiðsli aftan í læri en að sögn Wengers ætti hann að vera klár í slaginn fyrir leikinn á morgun.

Sánchez og Lacazette skoruðu báðir í sigrinum á Huddersfield sem var sá þriðji í röð hjá Arsenal.

Skytturnar sitja í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig, 12 stigum á eftir toppliði Manchester City.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×