Ástandið á leigumarkaði veldur því að fólk lætur gæludýrin frá sér Baldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Vísir/GVA „Húsnæðismál eru ein aðalástæða þess að fólk þarf að láta frá sér dýr,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, en fyrir tilstuðlan félagsins – sem starfað hefur í næstum áratug – hafa tæplega sex þúsund gæludýr fengið nýtt heimili. Þeir dýralæknar og forsvarsmenn dýraspítala, sem Fréttablaðið hefur rætt við, segja að fyrir tilstuðlan Dýrahjálparinnar hafi mörgum gæludýrum verið þyrmt. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir og einn eigenda Dýraspítalans í Víðidal, segir það oft þyngra en tárum taki þegar eina úrræðið sé að lóga dýrunum. Hún segir að það sé alltaf eitthvað um að fólk þurfi að láta aflífa dýrin sín vegna aðstæðna á leigumarkaði en algengt er að gæludýrahald sé ekki leyft í leiguhúsnæði. Það eigi sérstaklega við eldri borgara, sem flytji í þjónustuíbúðir þar sem dýrahald sé bannað. Lísa segir sorglegt hversu oft sé horft fram hjá rannsóknum sem sýni hvaða jákvæðu áhrif gæludýr geti haft á heilsu eldra fólks. Valgerður segir að með tilkomu samfélagsmiðla reynist nú miklu auðveldara en áður að finna dýrum ný heimili. Fleiri séu reiðubúnir að taka að sér stálpuð dýr. „Áður fyrr var eini sénsinn að svæfa – það var enginn markaður,“ segir hún. Valgerður nefnir þó að það sé ekki sjálfgefið að dýrin taki vistaskiptunum vel. Í sumum tilvikum brjótist fram hegðunarvandamál hjá dýrunum sem séu afleiðing streitu. Hún segir að á hverjum degi komi fram fólk sem þurfi, vegna flutninga eða reglna um dýrahald, að láta frá sér dýrin. Fæstum dýrunum sé þó lógað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Húsnæðismál eru ein aðalástæða þess að fólk þarf að láta frá sér dýr,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, en fyrir tilstuðlan félagsins – sem starfað hefur í næstum áratug – hafa tæplega sex þúsund gæludýr fengið nýtt heimili. Þeir dýralæknar og forsvarsmenn dýraspítala, sem Fréttablaðið hefur rætt við, segja að fyrir tilstuðlan Dýrahjálparinnar hafi mörgum gæludýrum verið þyrmt. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir og einn eigenda Dýraspítalans í Víðidal, segir það oft þyngra en tárum taki þegar eina úrræðið sé að lóga dýrunum. Hún segir að það sé alltaf eitthvað um að fólk þurfi að láta aflífa dýrin sín vegna aðstæðna á leigumarkaði en algengt er að gæludýrahald sé ekki leyft í leiguhúsnæði. Það eigi sérstaklega við eldri borgara, sem flytji í þjónustuíbúðir þar sem dýrahald sé bannað. Lísa segir sorglegt hversu oft sé horft fram hjá rannsóknum sem sýni hvaða jákvæðu áhrif gæludýr geti haft á heilsu eldra fólks. Valgerður segir að með tilkomu samfélagsmiðla reynist nú miklu auðveldara en áður að finna dýrum ný heimili. Fleiri séu reiðubúnir að taka að sér stálpuð dýr. „Áður fyrr var eini sénsinn að svæfa – það var enginn markaður,“ segir hún. Valgerður nefnir þó að það sé ekki sjálfgefið að dýrin taki vistaskiptunum vel. Í sumum tilvikum brjótist fram hegðunarvandamál hjá dýrunum sem séu afleiðing streitu. Hún segir að á hverjum degi komi fram fólk sem þurfi, vegna flutninga eða reglna um dýrahald, að láta frá sér dýrin. Fæstum dýrunum sé þó lógað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira