Tvíburasystur sem voru aðskildar frá fæðingu eiga 95 ára afmæli í dag Benedikt Bóas skrifar 6. desember 2017 06:30 Þær tvíburasystur voru spariklæddar og glæsilegar þegar þær hittust í gær. Kristbjörg til vinstri ásamt systur sinni Bergljótu til hægri. vísir/Ernir „Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
„Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira