Mörg dæmi um að ungmenni dreifi örvandi lyfjum ólöglega Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. desember 2017 08:00 Af 2.306 nemendum sögðust 208 hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. VÍSIR/EYÞÓR „Þetta virðist vera töluvert algengara hér heldur en við erum að sjá erlendis,“ segir Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Gísli er fyrsti höfundur greinar um ólögmæta dreifingu örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk. Gögnum var safnað í febrúar 2015. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að af 2.306 nemendum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 9 prósent (208) hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kváðust hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti, annaðhvort með því að hafa selt þau, gefið þau eða skipt þeim fyrir eitthvað annað. Flestir seldu þau. „Við héldum að við þyrftum að hafa áhyggjur af eldri hópum en svo kemur i ljós að þetta er hátt hlutfall hjá krökkum í tíunda bekk. Það þýðir bara að við þurfum að vera vakandi fyrir þessu líka þar,“ segir Gísli í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þessa niðurstöðu alls ekki þýða að örvandi lyf geri ekki sitt gagn. „Þau gera það svo sannarlega og við þurfum bara að vera okkur meðvitandi um það að þessi lyf eru líka ákveðin neysluvara sem er eftirsótt og gengur kaupum og sölum.“Gísli Kort KristóferssonAukin löggæsla ekki lausnin Gísli segir að skaðinn af ólöglegri lyfjadreifingu sé tvenns konar. Í fyrsta lagi liggi í hlutarins eðli að börnin taki ekki nauðsynleg lyf ef þau eru að selja þau eða gefa. Þau verða því af nauðsynlegri lyfjameðferð. „Síðan eru það þeir einstaklingar sem eru að nota þessi lyf sem vímuefni.“ Gísli telur ekki að aukin löggæsla sé rétta leiðin til að takast á við þennan vanda. „Heldur frekar til dæmis að foreldrar viti að það sé áhætta, að það gæti til dæmis verið þrýstingur á þessa krakka að selja, skipta eða gefa,“ segir Gísli. Foreldrar þurfi að halda vel utan um þessa lyfjagjöf og hafa eftirlit með henni eins lengi og hægt er. Gísli segir nokkrar leiðir til að fylgja lyfjagjöfinni eftir. „Til dæmis er hægt að skoða með þvagprufum hvort krakkarnir séu ekki örugglega að taka lyfin,“ bætir Gísli við. Hann segir dæmi um það erlendis að verið sé að kúga lyf út úr krökkunum. Slík dæmi séu hins vegar ekki þekkt hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta virðist vera töluvert algengara hér heldur en við erum að sjá erlendis,“ segir Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Gísli er fyrsti höfundur greinar um ólögmæta dreifingu örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk. Gögnum var safnað í febrúar 2015. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að af 2.306 nemendum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 9 prósent (208) hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kváðust hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti, annaðhvort með því að hafa selt þau, gefið þau eða skipt þeim fyrir eitthvað annað. Flestir seldu þau. „Við héldum að við þyrftum að hafa áhyggjur af eldri hópum en svo kemur i ljós að þetta er hátt hlutfall hjá krökkum í tíunda bekk. Það þýðir bara að við þurfum að vera vakandi fyrir þessu líka þar,“ segir Gísli í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þessa niðurstöðu alls ekki þýða að örvandi lyf geri ekki sitt gagn. „Þau gera það svo sannarlega og við þurfum bara að vera okkur meðvitandi um það að þessi lyf eru líka ákveðin neysluvara sem er eftirsótt og gengur kaupum og sölum.“Gísli Kort KristóferssonAukin löggæsla ekki lausnin Gísli segir að skaðinn af ólöglegri lyfjadreifingu sé tvenns konar. Í fyrsta lagi liggi í hlutarins eðli að börnin taki ekki nauðsynleg lyf ef þau eru að selja þau eða gefa. Þau verða því af nauðsynlegri lyfjameðferð. „Síðan eru það þeir einstaklingar sem eru að nota þessi lyf sem vímuefni.“ Gísli telur ekki að aukin löggæsla sé rétta leiðin til að takast á við þennan vanda. „Heldur frekar til dæmis að foreldrar viti að það sé áhætta, að það gæti til dæmis verið þrýstingur á þessa krakka að selja, skipta eða gefa,“ segir Gísli. Foreldrar þurfi að halda vel utan um þessa lyfjagjöf og hafa eftirlit með henni eins lengi og hægt er. Gísli segir nokkrar leiðir til að fylgja lyfjagjöfinni eftir. „Til dæmis er hægt að skoða með þvagprufum hvort krakkarnir séu ekki örugglega að taka lyfin,“ bætir Gísli við. Hann segir dæmi um það erlendis að verið sé að kúga lyf út úr krökkunum. Slík dæmi séu hins vegar ekki þekkt hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira