Mörg dæmi um að ungmenni dreifi örvandi lyfjum ólöglega Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. desember 2017 08:00 Af 2.306 nemendum sögðust 208 hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. VÍSIR/EYÞÓR „Þetta virðist vera töluvert algengara hér heldur en við erum að sjá erlendis,“ segir Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Gísli er fyrsti höfundur greinar um ólögmæta dreifingu örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk. Gögnum var safnað í febrúar 2015. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að af 2.306 nemendum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 9 prósent (208) hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kváðust hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti, annaðhvort með því að hafa selt þau, gefið þau eða skipt þeim fyrir eitthvað annað. Flestir seldu þau. „Við héldum að við þyrftum að hafa áhyggjur af eldri hópum en svo kemur i ljós að þetta er hátt hlutfall hjá krökkum í tíunda bekk. Það þýðir bara að við þurfum að vera vakandi fyrir þessu líka þar,“ segir Gísli í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þessa niðurstöðu alls ekki þýða að örvandi lyf geri ekki sitt gagn. „Þau gera það svo sannarlega og við þurfum bara að vera okkur meðvitandi um það að þessi lyf eru líka ákveðin neysluvara sem er eftirsótt og gengur kaupum og sölum.“Gísli Kort KristóferssonAukin löggæsla ekki lausnin Gísli segir að skaðinn af ólöglegri lyfjadreifingu sé tvenns konar. Í fyrsta lagi liggi í hlutarins eðli að börnin taki ekki nauðsynleg lyf ef þau eru að selja þau eða gefa. Þau verða því af nauðsynlegri lyfjameðferð. „Síðan eru það þeir einstaklingar sem eru að nota þessi lyf sem vímuefni.“ Gísli telur ekki að aukin löggæsla sé rétta leiðin til að takast á við þennan vanda. „Heldur frekar til dæmis að foreldrar viti að það sé áhætta, að það gæti til dæmis verið þrýstingur á þessa krakka að selja, skipta eða gefa,“ segir Gísli. Foreldrar þurfi að halda vel utan um þessa lyfjagjöf og hafa eftirlit með henni eins lengi og hægt er. Gísli segir nokkrar leiðir til að fylgja lyfjagjöfinni eftir. „Til dæmis er hægt að skoða með þvagprufum hvort krakkarnir séu ekki örugglega að taka lyfin,“ bætir Gísli við. Hann segir dæmi um það erlendis að verið sé að kúga lyf út úr krökkunum. Slík dæmi séu hins vegar ekki þekkt hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
„Þetta virðist vera töluvert algengara hér heldur en við erum að sjá erlendis,“ segir Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Gísli er fyrsti höfundur greinar um ólögmæta dreifingu örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk. Gögnum var safnað í febrúar 2015. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að af 2.306 nemendum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 9 prósent (208) hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kváðust hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti, annaðhvort með því að hafa selt þau, gefið þau eða skipt þeim fyrir eitthvað annað. Flestir seldu þau. „Við héldum að við þyrftum að hafa áhyggjur af eldri hópum en svo kemur i ljós að þetta er hátt hlutfall hjá krökkum í tíunda bekk. Það þýðir bara að við þurfum að vera vakandi fyrir þessu líka þar,“ segir Gísli í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þessa niðurstöðu alls ekki þýða að örvandi lyf geri ekki sitt gagn. „Þau gera það svo sannarlega og við þurfum bara að vera okkur meðvitandi um það að þessi lyf eru líka ákveðin neysluvara sem er eftirsótt og gengur kaupum og sölum.“Gísli Kort KristóferssonAukin löggæsla ekki lausnin Gísli segir að skaðinn af ólöglegri lyfjadreifingu sé tvenns konar. Í fyrsta lagi liggi í hlutarins eðli að börnin taki ekki nauðsynleg lyf ef þau eru að selja þau eða gefa. Þau verða því af nauðsynlegri lyfjameðferð. „Síðan eru það þeir einstaklingar sem eru að nota þessi lyf sem vímuefni.“ Gísli telur ekki að aukin löggæsla sé rétta leiðin til að takast á við þennan vanda. „Heldur frekar til dæmis að foreldrar viti að það sé áhætta, að það gæti til dæmis verið þrýstingur á þessa krakka að selja, skipta eða gefa,“ segir Gísli. Foreldrar þurfi að halda vel utan um þessa lyfjagjöf og hafa eftirlit með henni eins lengi og hægt er. Gísli segir nokkrar leiðir til að fylgja lyfjagjöfinni eftir. „Til dæmis er hægt að skoða með þvagprufum hvort krakkarnir séu ekki örugglega að taka lyfin,“ bætir Gísli við. Hann segir dæmi um það erlendis að verið sé að kúga lyf út úr krökkunum. Slík dæmi séu hins vegar ekki þekkt hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira