„Það var ekki gert í neinu fússi“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:51 Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra. Visir/Vilhelm „Sumt gefur augaleið,“ sagði Jón Gunnarsson í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður hvort hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið embætti samgönguráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Jón gegndi því ráðherraembætti í fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Fregnir bárust af því fyrr í dag að Jón hefði gengið ósáttur út af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag, allt að því í fússi, en Jón sagði í Reykjavík síðdegis það ekki rétt. „Það var ekki gert í neinu fússi,“ sagði Jón sem tók fram að hann hefði átt ágætis samræður við sína flokksfélaga og allt rætt í mesta bróðerni. Hann hafi síðan beðið þá um að afsaka það að hann færi af fundi því hann hafi viljað heilsa upp á fjölskyldu sína til að fara yfir stöðuna með henni.Þakklæti efst í huga Hann sagðist þakklátur starfsfólki samgönguráðuneytisins sem hann fékk að stýra. Einnig sagðist hann þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk sem ráðherra og þakklátur fyrir þann árangur sem náð var á vettvangi samgöngumála í þá átta mánuði sem hann gegndi því embætti. „Við vorum með lengstu málaskrá allra ráðuneyta tilbúna fyrir þennan þingvetur,“ sagði Jón. Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna starfa sinna og sömuleiðis hefði hann fundið fyrir stuðningi út um allt land vegna starfa hans. „Ég stend sáttur upp frá borði en hefði vissulega viljað hafa tímann lengri eins og vera ber,“ sagði Jón.Styður ríkisstjórnina til góðra verka Hann sagðist ætla að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka og mun taka þátt í þingstörfum. Jón sagðist engar kröfur gera þegar hann var spurður hvort hann geri kröfu um að verða formaður samgöngunefndar Alþingis. Hann hafði bara gott að segja um eftirmann sinn, Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins. Þeir hafi náð ágætlega saman og ekki svo fjarlægir í skoðun. Sigurður væri góður maður og fái gott bú í veganesti. „Hann hefur tækifæri þarna til að ljúka mörgum góðum málum sem eru komin vel á leið.“ Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Sumt gefur augaleið,“ sagði Jón Gunnarsson í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður hvort hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið embætti samgönguráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Jón gegndi því ráðherraembætti í fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Fregnir bárust af því fyrr í dag að Jón hefði gengið ósáttur út af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag, allt að því í fússi, en Jón sagði í Reykjavík síðdegis það ekki rétt. „Það var ekki gert í neinu fússi,“ sagði Jón sem tók fram að hann hefði átt ágætis samræður við sína flokksfélaga og allt rætt í mesta bróðerni. Hann hafi síðan beðið þá um að afsaka það að hann færi af fundi því hann hafi viljað heilsa upp á fjölskyldu sína til að fara yfir stöðuna með henni.Þakklæti efst í huga Hann sagðist þakklátur starfsfólki samgönguráðuneytisins sem hann fékk að stýra. Einnig sagðist hann þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk sem ráðherra og þakklátur fyrir þann árangur sem náð var á vettvangi samgöngumála í þá átta mánuði sem hann gegndi því embætti. „Við vorum með lengstu málaskrá allra ráðuneyta tilbúna fyrir þennan þingvetur,“ sagði Jón. Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna starfa sinna og sömuleiðis hefði hann fundið fyrir stuðningi út um allt land vegna starfa hans. „Ég stend sáttur upp frá borði en hefði vissulega viljað hafa tímann lengri eins og vera ber,“ sagði Jón.Styður ríkisstjórnina til góðra verka Hann sagðist ætla að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka og mun taka þátt í þingstörfum. Jón sagðist engar kröfur gera þegar hann var spurður hvort hann geri kröfu um að verða formaður samgöngunefndar Alþingis. Hann hafði bara gott að segja um eftirmann sinn, Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins. Þeir hafi náð ágætlega saman og ekki svo fjarlægir í skoðun. Sigurður væri góður maður og fái gott bú í veganesti. „Hann hefur tækifæri þarna til að ljúka mörgum góðum málum sem eru komin vel á leið.“
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira