Ákærð fyrir árás á spænska ferðakonu í Hlíðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2017 15:45 Árásin átti sér stað síðsumars í Hlíðunum í Reykjavík. vísir/vilhelm 24 ára kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns í Eskihlíð í Reykjavík í sumar. Konan réðst á rúmlega þrítuga spænska konu sem var stödd hér á landi á ferðalagi. Hótaði hún að skaða hana með hníf ef hún léti ekki farsíma sinn af hendi. Spænska ferðakonan neitaði og við það réðst konan á hana. Fjallað var um árásina á Vísi í sumar. Konan, sem var í annarlegu ástandi, skar spænsku konuna í höndina og beit hana svo til blóðs. Í framhaldinu réðst hún á hana og lagði aftur til hennar með hníf. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í ágúst að vegfarandi hefði komið spænsku konunni til hjálpar. Saman héldu þau stúlkunni niðri þar til lögreglu bar að garði.Reif í hár og skar í kinn Í ákærunni segir að íslenska konan hafi skellt þeirri spænsku á bakið og bitið í hægra handarbak hennar, skorið í það og rifið í hár hennar. Þá setti hún hníf að hálsi spænsku konunnar, sveiflaði hníf þannig að hún skar hana í andlitið. Hlaut hún bitsár, mar og skrámu á hægra handarbak og skrámu á hægri vanga að því er fram kemur í ákærunni. Lögmaður spænsku konunnar fer fram á 1,2 milljónir króna í miskabætur. Hin ákærða kona situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota. Í því felst að óttast er að gangi hún laus haldi hún áfram brotum sínum. Konan er ákærð fyrir nokkur brot til viðbótar á tæplega sjö vikna tímabili í aðdraganda árásarinnar í Eskihlíð. Er hún ákærð fyrir vopnalagabrot í júlí fyrir að hafa í Eskihlíð verið með hníf með 19 sm löngu hnífsblaði í fórum sínum á almannafæri. Sömuleiðis fyrir að hafa hótað og ógnað starfsmanni Víðis við Borgartún í ágúst vopnuð hamari, skrúfjárni og hníf. Þá hótaði hún starfsmanni Bónus við Laugaveg í ágúst með hníf. Tengdar fréttir Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
24 ára kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns í Eskihlíð í Reykjavík í sumar. Konan réðst á rúmlega þrítuga spænska konu sem var stödd hér á landi á ferðalagi. Hótaði hún að skaða hana með hníf ef hún léti ekki farsíma sinn af hendi. Spænska ferðakonan neitaði og við það réðst konan á hana. Fjallað var um árásina á Vísi í sumar. Konan, sem var í annarlegu ástandi, skar spænsku konuna í höndina og beit hana svo til blóðs. Í framhaldinu réðst hún á hana og lagði aftur til hennar með hníf. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í ágúst að vegfarandi hefði komið spænsku konunni til hjálpar. Saman héldu þau stúlkunni niðri þar til lögreglu bar að garði.Reif í hár og skar í kinn Í ákærunni segir að íslenska konan hafi skellt þeirri spænsku á bakið og bitið í hægra handarbak hennar, skorið í það og rifið í hár hennar. Þá setti hún hníf að hálsi spænsku konunnar, sveiflaði hníf þannig að hún skar hana í andlitið. Hlaut hún bitsár, mar og skrámu á hægra handarbak og skrámu á hægri vanga að því er fram kemur í ákærunni. Lögmaður spænsku konunnar fer fram á 1,2 milljónir króna í miskabætur. Hin ákærða kona situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota. Í því felst að óttast er að gangi hún laus haldi hún áfram brotum sínum. Konan er ákærð fyrir nokkur brot til viðbótar á tæplega sjö vikna tímabili í aðdraganda árásarinnar í Eskihlíð. Er hún ákærð fyrir vopnalagabrot í júlí fyrir að hafa í Eskihlíð verið með hníf með 19 sm löngu hnífsblaði í fórum sínum á almannafæri. Sömuleiðis fyrir að hafa hótað og ógnað starfsmanni Víðis við Borgartún í ágúst vopnuð hamari, skrúfjárni og hníf. Þá hótaði hún starfsmanni Bónus við Laugaveg í ágúst með hníf.
Tengdar fréttir Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57