Ákærð fyrir árás á spænska ferðakonu í Hlíðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2017 15:45 Árásin átti sér stað síðsumars í Hlíðunum í Reykjavík. vísir/vilhelm 24 ára kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns í Eskihlíð í Reykjavík í sumar. Konan réðst á rúmlega þrítuga spænska konu sem var stödd hér á landi á ferðalagi. Hótaði hún að skaða hana með hníf ef hún léti ekki farsíma sinn af hendi. Spænska ferðakonan neitaði og við það réðst konan á hana. Fjallað var um árásina á Vísi í sumar. Konan, sem var í annarlegu ástandi, skar spænsku konuna í höndina og beit hana svo til blóðs. Í framhaldinu réðst hún á hana og lagði aftur til hennar með hníf. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í ágúst að vegfarandi hefði komið spænsku konunni til hjálpar. Saman héldu þau stúlkunni niðri þar til lögreglu bar að garði.Reif í hár og skar í kinn Í ákærunni segir að íslenska konan hafi skellt þeirri spænsku á bakið og bitið í hægra handarbak hennar, skorið í það og rifið í hár hennar. Þá setti hún hníf að hálsi spænsku konunnar, sveiflaði hníf þannig að hún skar hana í andlitið. Hlaut hún bitsár, mar og skrámu á hægra handarbak og skrámu á hægri vanga að því er fram kemur í ákærunni. Lögmaður spænsku konunnar fer fram á 1,2 milljónir króna í miskabætur. Hin ákærða kona situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota. Í því felst að óttast er að gangi hún laus haldi hún áfram brotum sínum. Konan er ákærð fyrir nokkur brot til viðbótar á tæplega sjö vikna tímabili í aðdraganda árásarinnar í Eskihlíð. Er hún ákærð fyrir vopnalagabrot í júlí fyrir að hafa í Eskihlíð verið með hníf með 19 sm löngu hnífsblaði í fórum sínum á almannafæri. Sömuleiðis fyrir að hafa hótað og ógnað starfsmanni Víðis við Borgartún í ágúst vopnuð hamari, skrúfjárni og hníf. Þá hótaði hún starfsmanni Bónus við Laugaveg í ágúst með hníf. Tengdar fréttir Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
24 ára kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns í Eskihlíð í Reykjavík í sumar. Konan réðst á rúmlega þrítuga spænska konu sem var stödd hér á landi á ferðalagi. Hótaði hún að skaða hana með hníf ef hún léti ekki farsíma sinn af hendi. Spænska ferðakonan neitaði og við það réðst konan á hana. Fjallað var um árásina á Vísi í sumar. Konan, sem var í annarlegu ástandi, skar spænsku konuna í höndina og beit hana svo til blóðs. Í framhaldinu réðst hún á hana og lagði aftur til hennar með hníf. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í ágúst að vegfarandi hefði komið spænsku konunni til hjálpar. Saman héldu þau stúlkunni niðri þar til lögreglu bar að garði.Reif í hár og skar í kinn Í ákærunni segir að íslenska konan hafi skellt þeirri spænsku á bakið og bitið í hægra handarbak hennar, skorið í það og rifið í hár hennar. Þá setti hún hníf að hálsi spænsku konunnar, sveiflaði hníf þannig að hún skar hana í andlitið. Hlaut hún bitsár, mar og skrámu á hægra handarbak og skrámu á hægri vanga að því er fram kemur í ákærunni. Lögmaður spænsku konunnar fer fram á 1,2 milljónir króna í miskabætur. Hin ákærða kona situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota. Í því felst að óttast er að gangi hún laus haldi hún áfram brotum sínum. Konan er ákærð fyrir nokkur brot til viðbótar á tæplega sjö vikna tímabili í aðdraganda árásarinnar í Eskihlíð. Er hún ákærð fyrir vopnalagabrot í júlí fyrir að hafa í Eskihlíð verið með hníf með 19 sm löngu hnífsblaði í fórum sínum á almannafæri. Sömuleiðis fyrir að hafa hótað og ógnað starfsmanni Víðis við Borgartún í ágúst vopnuð hamari, skrúfjárni og hníf. Þá hótaði hún starfsmanni Bónus við Laugaveg í ágúst með hníf.
Tengdar fréttir Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57