að voru minna en 30 metrar á milli Georgia Dome og ráðstefnuhúss. Hinu megin er Mercedes-Benz leikvangsins sem er nýr heimavöllur Falcons og fótboltaliðsins Atlanta United.
Georgia Dome, fyrrverandi heimavöllur Atlanta Falcons í NFL, var í rifinn niður í dag með stýrðum sprengingum. Þak byggingarinnar var sprengt í loft upp og látið falla inn í bygginguna sjálfa sem féll svo um sjálfa sig. Það tók einungis fimmtán sekúndur að rífa húsið sem stóð á milli tveggja bygginga.
Það voru minna en 30 metrar á milli Georgia Dome og ráðstefnuhúss. Hinu megin er Mercedes-Benz leikvangsins sem er nýr heimavöllur Falcons og fótboltaliðsins Atlanta United.
Í samtali við WSB-TV sagði forsvarsmaður fyrirtækisins sem sá um niðurrifið að þetta hefði aldrei verið reynt áður. Um 97 prósent af húsinu verði endurunnið.