Sport

Hafþór á meðal fjörutíu efstu á HM í keilu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar og Hafþór.
Gunnar og Hafþór. mynd/björgvin
HM í keilu var áframhaldið í Las Vegas í gær en þá var leikið í tvímenningi karla en alls eru 108 lið skráð til leiks.

Gunnar Þór Ásgeirsson og Hafþór Harðarson náðu bestum árangri íslensku tvímenninganna en þeir enduðu í 58. sæti með 2.311 stig sem gera 192.58 stig að meðaltali.

Hafþór spilað vel annan daginn í röð og var með 1.210 stig í gær og situr í 36. sæti í heildarkeppninni eftir einstaklings- og tvímenningskeppnina.

Í dag er leikið í tvímenningi kvenna. Þar er Ísland með þrjú lið skráð til leiks. Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir leika saman. Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Hafdís Pála Jónasdóttir eru í öðru liði og loks spila þær

Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir saman.

Í gær var einnig leikið til úrslita í einstaklingskeppni karla og kvenna. Til úrslita í kvennaflokki léku Mai Ginge Jensen frá Danmörku og Futaba Imai frá Japan. Futaba sigraði nokkuð örugglega, 191–163, og er því heimsmeistari einstaklinga 2017.

Í karlaflokki léku til úrslita Hollendingurinn Xander van Mazjik og Hao-Ming Wu frá Taívan. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrra en í síðasta ramma.  Xander van Mazjik hafði betur og spilaði 224 á móti 190 stigum Ming Wu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×