Hnerripest í hundum og köttum hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 20:57 Aðallega hefur MAST borist tilkynningar um hnerripest hunda, en einnig var tilkynnt um einstaka ketti sem hefðu fengið svipuð einkenni. Undanfarnar vikur hefur töluvert verið um væga öndunarfærasýkingu meðal hunda og katta á höfuðborgarsvæðinu og nú virðist hún vera að stinga sér niður úti á landi. Samkvæmt tilkynningu frá MAST er ekki enn vitað um hvaða sýkingu er að ræða en rannsókn á sýnum stendur yfir á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Einkenni sýkingarinnar eru oftast hnerri og hósti sem gengur yfir á nokkrum dögum. Fá dýr hafa veikst alvarlega. Í lok september bárust Matvælastofnun upplýsingar um mögulegan grun um smitandi öndunarfærasýkingu í hundum og köttum á suðvestur horni landsins. Matvælastofnun hóf strax að kanna útbreiðslu og nokkrum vikum síðar fóru að berast fleiri tilkynningar um gæludýr með slík einkenni. Virtist smit dreifast hratt milli dýra og helstu einkenni vera hnerri, mildur hósti og önnur væg einkenni frá efri öndunarvegi. Aðallega var um að ræða hunda, en einnig var tilkynnt um einstaka ketti sem hefðu fengið svipuð einkenni. Fá dýr virðast verða það veik að þau missi matarlyst eða fái hita, þó einstaka dýr sýni slík einkenni. Í gær bárust fyrstu fréttir um einkenni í hundum og köttum á Akureyri. „Þegar ljóst var að um bráðsmitandi sjúkdóm væri að ræða, óskaði Matvælastofnun eftir sýnum úr nokkrum hundum og óskaði eftir því að Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum rannsakaði þau í því skyni að kanna um hvaða smitefni væri að ræða. Niðurstaða rannsóknanna liggur ekki enn fyrir, en ef orsökin finnst mun Matvælastofnun strax tilkynna um hana,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Eigendum gæludýra sem sýna einkenni þessarar hnerripestar er ráðlagt að forðast allt álag á dýrin og fylgjast náið með heilsu þeirra. Ef þau þróa alvarlegri einkenni, svo sem lystarleysi, slappleika, mikinn hósta eða hita að þá er rétt að hafa samband við dýralækni. MAST biður fólk að hafa samráð við dýralækni áður en farið er með dýr með þessi einkenni á dýralæknastofu til að forðast smit á milli. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur töluvert verið um væga öndunarfærasýkingu meðal hunda og katta á höfuðborgarsvæðinu og nú virðist hún vera að stinga sér niður úti á landi. Samkvæmt tilkynningu frá MAST er ekki enn vitað um hvaða sýkingu er að ræða en rannsókn á sýnum stendur yfir á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Einkenni sýkingarinnar eru oftast hnerri og hósti sem gengur yfir á nokkrum dögum. Fá dýr hafa veikst alvarlega. Í lok september bárust Matvælastofnun upplýsingar um mögulegan grun um smitandi öndunarfærasýkingu í hundum og köttum á suðvestur horni landsins. Matvælastofnun hóf strax að kanna útbreiðslu og nokkrum vikum síðar fóru að berast fleiri tilkynningar um gæludýr með slík einkenni. Virtist smit dreifast hratt milli dýra og helstu einkenni vera hnerri, mildur hósti og önnur væg einkenni frá efri öndunarvegi. Aðallega var um að ræða hunda, en einnig var tilkynnt um einstaka ketti sem hefðu fengið svipuð einkenni. Fá dýr virðast verða það veik að þau missi matarlyst eða fái hita, þó einstaka dýr sýni slík einkenni. Í gær bárust fyrstu fréttir um einkenni í hundum og köttum á Akureyri. „Þegar ljóst var að um bráðsmitandi sjúkdóm væri að ræða, óskaði Matvælastofnun eftir sýnum úr nokkrum hundum og óskaði eftir því að Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum rannsakaði þau í því skyni að kanna um hvaða smitefni væri að ræða. Niðurstaða rannsóknanna liggur ekki enn fyrir, en ef orsökin finnst mun Matvælastofnun strax tilkynna um hana,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Eigendum gæludýra sem sýna einkenni þessarar hnerripestar er ráðlagt að forðast allt álag á dýrin og fylgjast náið með heilsu þeirra. Ef þau þróa alvarlegri einkenni, svo sem lystarleysi, slappleika, mikinn hósta eða hita að þá er rétt að hafa samband við dýralækni. MAST biður fólk að hafa samráð við dýralækni áður en farið er með dýr með þessi einkenni á dýralæknastofu til að forðast smit á milli.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira