Mannréttindalögfræðingur gagnrýnir dóm í máli Áslaugar harðlega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 13:23 Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands segir dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar skelfilegan. Vísir/GVA Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.
Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00
Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00