Stefnu Krónunnar vegna brauðbars vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2017 22:46 Krónan vildi hnekkja ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins. Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá dómi kröfu Krónunnar er varðar ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þess efnis að brauðmeti í verslun Krónunnar á Selfossi skuli varið með umbúðum eða öðrum hætti sem tryggi matvöruna gegn mengun. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að óvarið brauð væri á boðstólum í versluninni því ekkert hindri það að aðilar hnerri eða hósti yfir brauðið. Heilbrigðiseftirlitið fór síðar í tvær heimsóknir í verslun Krónunnar á Selfossi. Í október á síðasta ári sagði eftirlitið að óvarin brauð yrðu tekin úr sölu ef ekki yrði gripið til úrbóta, og þegar eftirlitsmenn komu öðru sinni, til að fylgja eftir athugasemdum sínum, höfðu starfsmenn Krónunnar verið búnir að setja brauðið í poka á meðan heimsókninni stóð. Krónan ákvað á endanum, eða í febrúar, að verða við kröfum eftirlitsins og breytti innréttingum í samræmi við kröfur. Töldu forsvarsmenn verslunarinnar þó að að verulegir annmarkar hafi verið á ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins og fóru þeir fram á bætur vegna þessa. Breytingar á versluninni hafi kostað 350 þúsund auk ónefnds sölutaps vegna minni sölu brauðmetis í lokuðum innréttingum. Dómur í málinu féll í gær. Var stefnunni vísað frá en héraðsdómur taldi stefnu Krónunnar ekki fulllnægja meginreglu um skýra og ljósa kröfugerð. „Í þeim hluta dómkrafna stefnanda er lýtur að ógildingu ákvörðunar stefnda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er hins vegar hvorki tilgreint hvaða ár né hvaða dag hin umdeilda ákvörðun á að hafa verið tekin. Að þessu leyti er ekki samræmi milli dómkröfunnar og málatilbúnaðar stefnanda. Þá eru í málatilbúnaði stefnanda engin rök færð fram um ástæður þessa ósamræmis þrátt fyrir að gögn þau sem stefnandi byggir málsókn sína á hafi gefið tilefni til þess,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Tengdar fréttir Krónan leitar réttar síns vegna brauðbars Matvöruverslunin Krónan hefur stefnt Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna ákvörðunar eftirlitsins um að brauðmeti í versluninni skuli varið með umbúðum eða öðrum hætti sem tryggir matvöruna gegn mengun. 17. mars 2017 11:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá dómi kröfu Krónunnar er varðar ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þess efnis að brauðmeti í verslun Krónunnar á Selfossi skuli varið með umbúðum eða öðrum hætti sem tryggi matvöruna gegn mengun. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að óvarið brauð væri á boðstólum í versluninni því ekkert hindri það að aðilar hnerri eða hósti yfir brauðið. Heilbrigðiseftirlitið fór síðar í tvær heimsóknir í verslun Krónunnar á Selfossi. Í október á síðasta ári sagði eftirlitið að óvarin brauð yrðu tekin úr sölu ef ekki yrði gripið til úrbóta, og þegar eftirlitsmenn komu öðru sinni, til að fylgja eftir athugasemdum sínum, höfðu starfsmenn Krónunnar verið búnir að setja brauðið í poka á meðan heimsókninni stóð. Krónan ákvað á endanum, eða í febrúar, að verða við kröfum eftirlitsins og breytti innréttingum í samræmi við kröfur. Töldu forsvarsmenn verslunarinnar þó að að verulegir annmarkar hafi verið á ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins og fóru þeir fram á bætur vegna þessa. Breytingar á versluninni hafi kostað 350 þúsund auk ónefnds sölutaps vegna minni sölu brauðmetis í lokuðum innréttingum. Dómur í málinu féll í gær. Var stefnunni vísað frá en héraðsdómur taldi stefnu Krónunnar ekki fulllnægja meginreglu um skýra og ljósa kröfugerð. „Í þeim hluta dómkrafna stefnanda er lýtur að ógildingu ákvörðunar stefnda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er hins vegar hvorki tilgreint hvaða ár né hvaða dag hin umdeilda ákvörðun á að hafa verið tekin. Að þessu leyti er ekki samræmi milli dómkröfunnar og málatilbúnaðar stefnanda. Þá eru í málatilbúnaði stefnanda engin rök færð fram um ástæður þessa ósamræmis þrátt fyrir að gögn þau sem stefnandi byggir málsókn sína á hafi gefið tilefni til þess,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Tengdar fréttir Krónan leitar réttar síns vegna brauðbars Matvöruverslunin Krónan hefur stefnt Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna ákvörðunar eftirlitsins um að brauðmeti í versluninni skuli varið með umbúðum eða öðrum hætti sem tryggir matvöruna gegn mengun. 17. mars 2017 11:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Krónan leitar réttar síns vegna brauðbars Matvöruverslunin Krónan hefur stefnt Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna ákvörðunar eftirlitsins um að brauðmeti í versluninni skuli varið með umbúðum eða öðrum hætti sem tryggir matvöruna gegn mengun. 17. mars 2017 11:00