Innlent

Reyndi að taka myndir af unglingsstúlkum í sturtu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá hátíðisdegi í vesturbænum.
Frá hátíðisdegi í vesturbænum. Reykjavík.is
Unglingspiltur gerði tilraun til þess að taka myndir af stúlkum í sturtu í KR-heimilinu í gærkvöldi. Mun síma hafa verið stungið undir hurð sem skilur að klefa, þar sem drengurinn var, og sturtuklefann. Sturtuklefinn er sameiginlegur fyrir tvo búningsklefa. RÚV greinir frá.

Lögregla hefur rætt við foreldra piltsins og mun framhaldið ráðast af því hvort foreldrar stúlknanna vilji leggja fram kæru. Pilturinn er ólögráða en engar myndir fundust á símanum þegar lögregla skoðaði þær. Mun þeim hafa verið eytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×