Segir gufuna úr rafsígarettum ekki saklausa vatnsgufu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 19:40 Lára Guðrún benti á vökvinn í rafsígarettum er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós. Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós.
Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00