Innlent

Hálka á vegum í öllum landshlutum

Atli Ísleifsson skrifar
Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á vegum.
Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á vegum. Vísir/gva
Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og sömuleiðis er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að á Vesturlandi og Vestfjörðum sé hálka eða hálkublettir á vegum.

„Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja eða krapi á vegum. Á Suðurausturlandi er hálka eða krapi og eitthvað um éljagang,“ segir í tilkynningunni.

Þá eru vegir á hálendinu flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×