Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 09:05 Kevin Spacey hefur löngum verið einn dáðasti leikari Hollywood en undanfarið hafa fjölmargir karlmenn stígið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni leikarans. vísir/getty Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. Christopher Plummer mun taka við hlutverki Spacey í myndinni, sem er stærsta aukahlutverk myndarinnar, en ákvörðun Scott um að láta Spacey fjúka kemur í kjölfar fjölda ásakana sem komið hafa fram á hendur leikaranum um kynferðislega áreitni. All the Money in the World byggir á sannri sögu um mannrán sem átti sér stað árið 1973. 16 ára afasyni Paul Getty var þá rænt, J. Paul Getty III, en afinn neitaði að mæta kröfum mannræningjans. Spacey átti að fara með hlutverk Getty eldri og ákvörðunin um að taka upp svo stórt hlutverk að nýju, sérstaklega þegar svo skammur tími er til frumsýningar, er fordæmalaus að því er segir í frétt Vox um málið. Þó það gerist að leikara sé skipt út fyrir annan eftir að tökum á kvikmynd lýkur er það afar sjaldgæft og er þá helst gert þegar leikari fellur skyndilega frá. Það að Spacey sé alfarið klipptur út úr myndinni og honum skipt út fyrir annan leikara þykir sýna hversu alvarlega Hollywood lítur þær ásakanir sem komnar eru fram á hendur leikaranum, eða að minnsta kosti hversu örvæntingarfullir margir eru í að fjarlægja sig manni sem hefur hegðað sér á jafn ósæmilegan hátt. Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02 Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Ásakanirnar koma úr ýmsum áttum, bæði frá körlum og konum. Nýlegustu atvikin áttu sér stað í fyrra. 8. nóvember 2017 22:07 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. Christopher Plummer mun taka við hlutverki Spacey í myndinni, sem er stærsta aukahlutverk myndarinnar, en ákvörðun Scott um að láta Spacey fjúka kemur í kjölfar fjölda ásakana sem komið hafa fram á hendur leikaranum um kynferðislega áreitni. All the Money in the World byggir á sannri sögu um mannrán sem átti sér stað árið 1973. 16 ára afasyni Paul Getty var þá rænt, J. Paul Getty III, en afinn neitaði að mæta kröfum mannræningjans. Spacey átti að fara með hlutverk Getty eldri og ákvörðunin um að taka upp svo stórt hlutverk að nýju, sérstaklega þegar svo skammur tími er til frumsýningar, er fordæmalaus að því er segir í frétt Vox um málið. Þó það gerist að leikara sé skipt út fyrir annan eftir að tökum á kvikmynd lýkur er það afar sjaldgæft og er þá helst gert þegar leikari fellur skyndilega frá. Það að Spacey sé alfarið klipptur út úr myndinni og honum skipt út fyrir annan leikara þykir sýna hversu alvarlega Hollywood lítur þær ásakanir sem komnar eru fram á hendur leikaranum, eða að minnsta kosti hversu örvæntingarfullir margir eru í að fjarlægja sig manni sem hefur hegðað sér á jafn ósæmilegan hátt.
Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02 Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Ásakanirnar koma úr ýmsum áttum, bæði frá körlum og konum. Nýlegustu atvikin áttu sér stað í fyrra. 8. nóvember 2017 22:07 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02
Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Ásakanirnar koma úr ýmsum áttum, bæði frá körlum og konum. Nýlegustu atvikin áttu sér stað í fyrra. 8. nóvember 2017 22:07