Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir fær að öllum líkindum umboð til myndunar ríkisstjórnar með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki á morgun eða hinn, en farið verður yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar kynnum við okkur líka smáforrit sem leik- og grunnskólar nota í auknum mæli til að skrá persónuupplýsingar um börn, en forstjóri Persónuverndar telur þetta áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geta verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna.

Við fylgjumst líka með tilfinningaþrunginni stund í dag, þegar fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti íslenskan bjargvætt sinn í fyrsta sinn, 35 árum eftir að sá síðarnefndi bjargaði honum eftir strand togara við Vestmannaeyjar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×