Innlent

Ora Sinnepssíld innkölluð vegna glerbrots

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
ORA
ÍSAM hefur ákveðið að tala úr sölu og innkalla eina framleiðslulotu af Ora Sinnepssíld í bitum 335 gr. Ástæða innkölluninnar er glerbrot sem fannst í einni síldarkrukkunni. Innköllunin er gerð með öryggi neytenda að leiðarljósi. 

Neytendum sem hafa keypt vöruna með lotunúmerinu L2B146, Best fyrir 30.11.2017 er bent á að skila henni til ÍSAM, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík eða hafa samband við gæðastjóra Ora í síma 522 2770 eða á netfangið helgam@ora.is.



Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Ora Sinnepssíld í bitum

Strikamerki: 5690519000599

Nettóþyngd: 335 g

Framleiðsludagur: 31.05.2017

Lotunúmer: L2B146

Best fyrir (BF): 30.11.2017

Framleiðandi: Ora ehf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×