Fundur um mögulegt kvennaframboð: Hafna þeirri mýtu að Ísland sé jafnréttisparadís Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 23:18 Fundurinn um hugsanlegt kvennaframboð fór fram á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld. Vísir/Eyþór Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið! Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið!
Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15