Innlent

Grænt net opinna svæða leiðarljós vinningstillögu nýrrar byggðar í Skerjafirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona sjá arkitektarnir grænu svæðin fyrir sér.
Svona sjá arkitektarnir grænu svæðin fyrir sér. Mynd/ASK arkitektar
Tillaga Ask arkitekta um framtíðaruppbyggingu í Nýja Skerjafirði var hlutskörpust í hugmyndaleit um tillögur að byggð á svæðinu. Tillagan þótti skara fram úr vegna aðlaðandi byggðarmynsturs með fjölbreyttar húsagerðir og grænt net opinna svæða og gönguleiðir í gegnum inngarða.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að borgin hafi staðið fyrir lokaðri hugmyndaleit í sumar um framtíðaruppbyggingu á þróunarreit Þ5 Nýja Skerjafirði.

Þróunarreiturinn liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs og af öryggissvæði flugbrauta til norðurs og austurs.

Sjá einnig:Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir

Alls voru fimm arkitektastofur valdar til þáttöku í hugmyndaleitinni en Reykjavíkurborg áskildi sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta til eða í heild og því má gera ráð fyrir að hægt verði að nota þætti úr öðrum tillögum við áframhaldandi vinnu.

Tillaga ASK arkitekta, sem unnin var í samstarfi við Landslag og Eflu, þótti eins og áður segir, skrara fram úr og ekki síst vegna þess að „sýnir mun fjölbreyttari byggð sem sækir yfirbragð til hins sjálfbæra þorps, á meðan aðrar tillögur fylgdu stífara formi.“

Myndir af tillögu ASK arkitekta má sjá hér fyrir neðan auk þess sem að nánari upplýsingar um vinningstillöguna má nálgast hér.

Mynd/ARK arkitektar.
Mynd/ASK arkitektar
Mynd/ASK arkitektar
Mynd/ASK arkitektar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×