Þýsk börn send í einangrun til Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. október 2017 06:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Þýsk börn voru send hingað til lands í fóstur fyrir um tveimur áratugum í óþökk íslenskra barnaverndaryfirvalda. Tilgangurinn var að brjóta niður allar bjargir þeirra og aftengja þau vondum félagsskap. Stöð 2 sagði frá því á fimmtudagskvöld að Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum brotamanni, Marcel Wojcik, úr landi. Marcel hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í Þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi. Saga Marcels vekur athygli en Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það ekki einsdæmi að hingað hafi komið börn í vistun frá Þýskalandi. Fyrir um það bil 20 árum, fáeinum árum eftir að Barnaverndarstofa var stofnuð, hafi þeim borist fréttir af því að þýskt einkafyrirtæki hefði ráðstafað börnum í fóstur á nokkur íslensk sveitaheimili. „Það verður að ráði að við förum og könnum þetta. Þetta var tvíþætt. Annars vegar eru nokkrir starfsmenn þessa fyrirtækis sem bjuggu á afskekktum bæ, í Miðfirði minnir mig, með nokkrum þýskum börnum og síðan höfðu þeir komið hluta af þessum börnum í fóstur til bænda á svæðinu,“ segir Bragi. Barnaverndarstofa hafi talið þetta mjög óheppilegt „Þarna var verið að taka þau út úr sínu þjóðfélagi, flytja þau í einangrun upp í sveit á Íslandi þar sem þau voru eiginlega ósjálfbjarga í harðri náttúru og töluðu ekki neitt tungumál. Þetta var byggt á einhvers konar uppeldiskenningum um það að brjóta niður allar bjargir þessara einstaklinga þannig að þeir gætu ekki manipúlerað, gætu ekki strokið og þetta átti að vera leið til að aftengja þá vondum félagsskap, munnsöfnuði og öðru slíku,“ segir Bragi. Barnaverndarstofa hafi hreinlega viljað banna þessa starfsemi á Íslandi. Bragi bendir á að þýska barnaverndarkerfið sé allt öðruvísi en hið íslenska. Þar hafi einkaaðilum verið falið að taka við börnunum og annast þau og lítið eftirlit hafi verið með afdrifum þeirra. „En þar sem þetta var einkafyrirtæki, þá hafði það samkvæmt reglum EES heimild til þess að starfa innan EES-svæðisins. Við höfðum því ekki heimild til þess að banna þessa starfsemi.“ Forstjórinn segir að Barnaverndarstofa hafi getað gert kröfur til þess að þetta fyrirtæki færi að íslenskum lögum. „Það næst samkomulag um ákveðna tilhögun á þessu dæmi. Það er fólgið í því að þeim bar að upplýsa okkur um hvaða börn kæmu til landsins og hver vandamál þeirra væru. Í öðru lagi gerðum við kröfur um að þeir gerðu samninga við skólastofnanir og tryggðu viðeigandi kennslu. Í þriðja lagi að það yrði gerður samningar til að tryggja þessum börnum viðeigandi heilbrigðisþjónustu og í fjórða lagi að þau myndu greiða fyrir öll inngrip sem þyrfti til af hálfu Íslands. Til dæmis vistun á neyðarvistun Stuðla sem þurfti í einhverjum tilfellum. Þegar þessari dvöl væri lokið ættu þeir að taka þessi börn til Þýskalands en ekki skilja þau hér eftir. Síðan kom í ljós að þeir áttu í basli með að uppfylla þær kröfur og ákvæði sem samningurinn kvað á um,“ segir Bragi. Eftir það hafi starfsemin lagst af. Bragi segist hafa talið að öll þessi þýsku börn hefðu horfið til baka til Þýskalands og hafði ekki hugmynd um tilvist Marcels Wojcik. Bragi þekkir ekki til þess að í dag séu fyrirtæki að gera svipaða samninga og þetta þýska fyrirtæki gerði. „Ég held að það myndi ekki fara fram hjá okkur í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. 19. október 2017 20:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Þýsk börn voru send hingað til lands í fóstur fyrir um tveimur áratugum í óþökk íslenskra barnaverndaryfirvalda. Tilgangurinn var að brjóta niður allar bjargir þeirra og aftengja þau vondum félagsskap. Stöð 2 sagði frá því á fimmtudagskvöld að Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum brotamanni, Marcel Wojcik, úr landi. Marcel hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í Þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi. Saga Marcels vekur athygli en Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það ekki einsdæmi að hingað hafi komið börn í vistun frá Þýskalandi. Fyrir um það bil 20 árum, fáeinum árum eftir að Barnaverndarstofa var stofnuð, hafi þeim borist fréttir af því að þýskt einkafyrirtæki hefði ráðstafað börnum í fóstur á nokkur íslensk sveitaheimili. „Það verður að ráði að við förum og könnum þetta. Þetta var tvíþætt. Annars vegar eru nokkrir starfsmenn þessa fyrirtækis sem bjuggu á afskekktum bæ, í Miðfirði minnir mig, með nokkrum þýskum börnum og síðan höfðu þeir komið hluta af þessum börnum í fóstur til bænda á svæðinu,“ segir Bragi. Barnaverndarstofa hafi talið þetta mjög óheppilegt „Þarna var verið að taka þau út úr sínu þjóðfélagi, flytja þau í einangrun upp í sveit á Íslandi þar sem þau voru eiginlega ósjálfbjarga í harðri náttúru og töluðu ekki neitt tungumál. Þetta var byggt á einhvers konar uppeldiskenningum um það að brjóta niður allar bjargir þessara einstaklinga þannig að þeir gætu ekki manipúlerað, gætu ekki strokið og þetta átti að vera leið til að aftengja þá vondum félagsskap, munnsöfnuði og öðru slíku,“ segir Bragi. Barnaverndarstofa hafi hreinlega viljað banna þessa starfsemi á Íslandi. Bragi bendir á að þýska barnaverndarkerfið sé allt öðruvísi en hið íslenska. Þar hafi einkaaðilum verið falið að taka við börnunum og annast þau og lítið eftirlit hafi verið með afdrifum þeirra. „En þar sem þetta var einkafyrirtæki, þá hafði það samkvæmt reglum EES heimild til þess að starfa innan EES-svæðisins. Við höfðum því ekki heimild til þess að banna þessa starfsemi.“ Forstjórinn segir að Barnaverndarstofa hafi getað gert kröfur til þess að þetta fyrirtæki færi að íslenskum lögum. „Það næst samkomulag um ákveðna tilhögun á þessu dæmi. Það er fólgið í því að þeim bar að upplýsa okkur um hvaða börn kæmu til landsins og hver vandamál þeirra væru. Í öðru lagi gerðum við kröfur um að þeir gerðu samninga við skólastofnanir og tryggðu viðeigandi kennslu. Í þriðja lagi að það yrði gerður samningar til að tryggja þessum börnum viðeigandi heilbrigðisþjónustu og í fjórða lagi að þau myndu greiða fyrir öll inngrip sem þyrfti til af hálfu Íslands. Til dæmis vistun á neyðarvistun Stuðla sem þurfti í einhverjum tilfellum. Þegar þessari dvöl væri lokið ættu þeir að taka þessi börn til Þýskalands en ekki skilja þau hér eftir. Síðan kom í ljós að þeir áttu í basli með að uppfylla þær kröfur og ákvæði sem samningurinn kvað á um,“ segir Bragi. Eftir það hafi starfsemin lagst af. Bragi segist hafa talið að öll þessi þýsku börn hefðu horfið til baka til Þýskalands og hafði ekki hugmynd um tilvist Marcels Wojcik. Bragi þekkir ekki til þess að í dag séu fyrirtæki að gera svipaða samninga og þetta þýska fyrirtæki gerði. „Ég held að það myndi ekki fara fram hjá okkur í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. 19. október 2017 20:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. 19. október 2017 20:00