Málþing Pírata - Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2017 19:45 Þessar konur munu taka til máls á málþinginu. Píratar standa fyrir málþingi nú í kvöld um kynferðisbrot, undir yfirskriftinni „Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot.” Málþingið er haldið í Norræna húsinu á miðvikudagskvöld klukkan 20:00. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan. Dagskrá: Júlía Birgisdóttir, baráttukona og gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi, heldur erindi um stafrænt kynferðisofbeldi. Kristín I. Pálsdóttir formaður Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, talar um rannsókn á kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum á meðferðarstofnunum. Saga Garðarsdóttir leikkona verður með erindi. Ugla Stefanía Kristjönudóttir, kynjafræðingur og kynsegin baráttukona, fjallar um kynferðisofbeldi frá sjónarhorni samtvinnunar og jaðarhópa. Anna Katrín Snorradóttir, baráttukona #höfumhátt: Af hverju hafði ég hátt? Fundarstjóri: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Á vef málþingsins segir að raddir þolenda hafi verið þaggaðar niður í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum.„Þögnin hefur þó verið rofin eins og sjá má á hverri vitundarvakningunni á fætur annarri. Áratuga löng kvennabarátta hefur byggt grunn að samfélagi sem er loksins að opnast fyrir því að hlusta á reynsluheim kvenna.Fall ríkisstjórnarinnar sýnir að samfélagið þolir ekki lengur þöggun yfirvalda vegna kynferðisbrota.Með tilkomu hverrar samfélagsmiðlaherferðarinnar á fætur annarri og öðrum herferðum eins og Druslugöngunni er viðhorf gagnvart konum og þolendum kynferðisofbeldis að breytast smátt og smátt. Má þar nefna myllumerkjaherferðirnar #6dagsleikinn #freethenipple #höfumhátt og nú síðast #metoo sem hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagsumræðuna og valdeflt þolendur til þess að segja sína sögu.Pírötum finnst mikilvægt að hlusta á raddir þolenda til þess að fá viðhorf þeirra til kerfis sem á að standa með þeim þegar brot eru tilkynnt en hefur brugðist mörgum fram að þessu. Við viljum átta okkur betur á umfangi vandans og eiga samtal um kynferðisbrot og upplifanir þolenda. Við erum tilbúin til að hlusta og við viljum grípa til frekar aðgerða. Þess vegna höfum við boðið nokkrum baráttukonum á opinn fund í Norræna húsinu á fimmtudaginn í næstu viku, til þess að ræða sína reynslu, sín viðhorf og sínar hugmyndir um úrbætur við meðferð kynferðisbrota á Íslandi.“ Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Píratar standa fyrir málþingi nú í kvöld um kynferðisbrot, undir yfirskriftinni „Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot.” Málþingið er haldið í Norræna húsinu á miðvikudagskvöld klukkan 20:00. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan. Dagskrá: Júlía Birgisdóttir, baráttukona og gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi, heldur erindi um stafrænt kynferðisofbeldi. Kristín I. Pálsdóttir formaður Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, talar um rannsókn á kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum á meðferðarstofnunum. Saga Garðarsdóttir leikkona verður með erindi. Ugla Stefanía Kristjönudóttir, kynjafræðingur og kynsegin baráttukona, fjallar um kynferðisofbeldi frá sjónarhorni samtvinnunar og jaðarhópa. Anna Katrín Snorradóttir, baráttukona #höfumhátt: Af hverju hafði ég hátt? Fundarstjóri: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Á vef málþingsins segir að raddir þolenda hafi verið þaggaðar niður í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum.„Þögnin hefur þó verið rofin eins og sjá má á hverri vitundarvakningunni á fætur annarri. Áratuga löng kvennabarátta hefur byggt grunn að samfélagi sem er loksins að opnast fyrir því að hlusta á reynsluheim kvenna.Fall ríkisstjórnarinnar sýnir að samfélagið þolir ekki lengur þöggun yfirvalda vegna kynferðisbrota.Með tilkomu hverrar samfélagsmiðlaherferðarinnar á fætur annarri og öðrum herferðum eins og Druslugöngunni er viðhorf gagnvart konum og þolendum kynferðisofbeldis að breytast smátt og smátt. Má þar nefna myllumerkjaherferðirnar #6dagsleikinn #freethenipple #höfumhátt og nú síðast #metoo sem hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagsumræðuna og valdeflt þolendur til þess að segja sína sögu.Pírötum finnst mikilvægt að hlusta á raddir þolenda til þess að fá viðhorf þeirra til kerfis sem á að standa með þeim þegar brot eru tilkynnt en hefur brugðist mörgum fram að þessu. Við viljum átta okkur betur á umfangi vandans og eiga samtal um kynferðisbrot og upplifanir þolenda. Við erum tilbúin til að hlusta og við viljum grípa til frekar aðgerða. Þess vegna höfum við boðið nokkrum baráttukonum á opinn fund í Norræna húsinu á fimmtudaginn í næstu viku, til þess að ræða sína reynslu, sín viðhorf og sínar hugmyndir um úrbætur við meðferð kynferðisbrota á Íslandi.“
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira