Málþing Pírata - Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2017 19:45 Þessar konur munu taka til máls á málþinginu. Píratar standa fyrir málþingi nú í kvöld um kynferðisbrot, undir yfirskriftinni „Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot.” Málþingið er haldið í Norræna húsinu á miðvikudagskvöld klukkan 20:00. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan. Dagskrá: Júlía Birgisdóttir, baráttukona og gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi, heldur erindi um stafrænt kynferðisofbeldi. Kristín I. Pálsdóttir formaður Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, talar um rannsókn á kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum á meðferðarstofnunum. Saga Garðarsdóttir leikkona verður með erindi. Ugla Stefanía Kristjönudóttir, kynjafræðingur og kynsegin baráttukona, fjallar um kynferðisofbeldi frá sjónarhorni samtvinnunar og jaðarhópa. Anna Katrín Snorradóttir, baráttukona #höfumhátt: Af hverju hafði ég hátt? Fundarstjóri: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Á vef málþingsins segir að raddir þolenda hafi verið þaggaðar niður í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum.„Þögnin hefur þó verið rofin eins og sjá má á hverri vitundarvakningunni á fætur annarri. Áratuga löng kvennabarátta hefur byggt grunn að samfélagi sem er loksins að opnast fyrir því að hlusta á reynsluheim kvenna.Fall ríkisstjórnarinnar sýnir að samfélagið þolir ekki lengur þöggun yfirvalda vegna kynferðisbrota.Með tilkomu hverrar samfélagsmiðlaherferðarinnar á fætur annarri og öðrum herferðum eins og Druslugöngunni er viðhorf gagnvart konum og þolendum kynferðisofbeldis að breytast smátt og smátt. Má þar nefna myllumerkjaherferðirnar #6dagsleikinn #freethenipple #höfumhátt og nú síðast #metoo sem hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagsumræðuna og valdeflt þolendur til þess að segja sína sögu.Pírötum finnst mikilvægt að hlusta á raddir þolenda til þess að fá viðhorf þeirra til kerfis sem á að standa með þeim þegar brot eru tilkynnt en hefur brugðist mörgum fram að þessu. Við viljum átta okkur betur á umfangi vandans og eiga samtal um kynferðisbrot og upplifanir þolenda. Við erum tilbúin til að hlusta og við viljum grípa til frekar aðgerða. Þess vegna höfum við boðið nokkrum baráttukonum á opinn fund í Norræna húsinu á fimmtudaginn í næstu viku, til þess að ræða sína reynslu, sín viðhorf og sínar hugmyndir um úrbætur við meðferð kynferðisbrota á Íslandi.“ Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Píratar standa fyrir málþingi nú í kvöld um kynferðisbrot, undir yfirskriftinni „Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot.” Málþingið er haldið í Norræna húsinu á miðvikudagskvöld klukkan 20:00. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan. Dagskrá: Júlía Birgisdóttir, baráttukona og gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi, heldur erindi um stafrænt kynferðisofbeldi. Kristín I. Pálsdóttir formaður Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, talar um rannsókn á kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum á meðferðarstofnunum. Saga Garðarsdóttir leikkona verður með erindi. Ugla Stefanía Kristjönudóttir, kynjafræðingur og kynsegin baráttukona, fjallar um kynferðisofbeldi frá sjónarhorni samtvinnunar og jaðarhópa. Anna Katrín Snorradóttir, baráttukona #höfumhátt: Af hverju hafði ég hátt? Fundarstjóri: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Á vef málþingsins segir að raddir þolenda hafi verið þaggaðar niður í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum.„Þögnin hefur þó verið rofin eins og sjá má á hverri vitundarvakningunni á fætur annarri. Áratuga löng kvennabarátta hefur byggt grunn að samfélagi sem er loksins að opnast fyrir því að hlusta á reynsluheim kvenna.Fall ríkisstjórnarinnar sýnir að samfélagið þolir ekki lengur þöggun yfirvalda vegna kynferðisbrota.Með tilkomu hverrar samfélagsmiðlaherferðarinnar á fætur annarri og öðrum herferðum eins og Druslugöngunni er viðhorf gagnvart konum og þolendum kynferðisofbeldis að breytast smátt og smátt. Má þar nefna myllumerkjaherferðirnar #6dagsleikinn #freethenipple #höfumhátt og nú síðast #metoo sem hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagsumræðuna og valdeflt þolendur til þess að segja sína sögu.Pírötum finnst mikilvægt að hlusta á raddir þolenda til þess að fá viðhorf þeirra til kerfis sem á að standa með þeim þegar brot eru tilkynnt en hefur brugðist mörgum fram að þessu. Við viljum átta okkur betur á umfangi vandans og eiga samtal um kynferðisbrot og upplifanir þolenda. Við erum tilbúin til að hlusta og við viljum grípa til frekar aðgerða. Þess vegna höfum við boðið nokkrum baráttukonum á opinn fund í Norræna húsinu á fimmtudaginn í næstu viku, til þess að ræða sína reynslu, sín viðhorf og sínar hugmyndir um úrbætur við meðferð kynferðisbrota á Íslandi.“
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira