Innlent

Vann tæpar 15 milljónir í lottóinu

Anton Egilsson skrifar
Tæpar 15 milljónir gengu út í lottói kvöldsins.
Tæpar 15 milljónir gengu út í lottói kvöldsins. Vísir/Valli
Einhver heppinn sem átti leið um verslun Olís í Álfheimum og keypti þar lottómiða datt heldur betur í lukkupottinn þegar tölur kvöldsins voru ljósar í Lottó. 

Var hinn heppni sá eini sem var með allar tölur réttar og vann hann tæpar 15 milljónir í fyrsta vinning eða 14.993.640 krónur.

Þá voru fjórir áskrifendur með allar Jókertölurnar réttar og fær hver þeirra 2 milljónir í sinn hlut. Þrír skiptu með sér bónus­vinn­ingn­um og hlýtur hver þeirra 116.310 krónur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×