Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur boðað formenn allra flokkanna á sinn fund á morgun til að ræða hver eigi að fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir sækjast eftir umboðinu. Farið verður yfir niðurstöður kosninganna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við formenn flokkanna, sýnum frá kosningavökum gærkvöldsins og tölum við Lilju Alfreðsdóttur, vegna yfirlýsinga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þess efnis, að hún sé fulltrúi Miðflokksins í Framsókn.

Fréttir Stöðvar 2 eru í opinni dagskrá að vanda, klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×