Greiddi aksturinn margfalt því borgin kynnti ekki nemaafslátt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 06:00 Mæðginin Ásta og Haraldur á heimili sínu í Vesturbænum. Ásta er starfandi sálfræðingur og Haraldur er á sínu lokaári í framhaldsskóla. Vísir/eyþór „Ég var að borga í kringum 30 þúsund á mánuði fyrir akstursþjónustuna og búin að gera það í um það bil eitt og hálft ár, þegar ég heyri af þessu ódýra nemakorti,“ segir Ásta K. Ólafsdóttir, móðir fatlaðs ungmennis á lokaári í framhaldsskóla. „Það var fyrrverandi starfsmaður Strætó bs. sem sagði mér að sonur minn ætti þennan rétt,“ segir Ásta sem kveðst hafa rætt málið við aðra foreldra fatlaðra barna sem ekki hafi heldur vitað um ódýru árskortin. Ásta leitaði til Strætó vorið 2016 og krafðist endurgreiðslu, enda hafði hún greitt yfir 300 þúsund krónur á ári fyrir þjónustu sem unnt hefði verið að kaupa fyrir 20 þúsund (47 þúsund fyrir 18 ára og eldri). Beiðni hennar var áframsend frá Strætó til velferðarsviðs borgarinnar.Árni Múli Jónsson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Í svari velferðarsviðs til Ástu kemur fram að ákvörðun um að bjóða nemakortin hafi verið tekin á fundi velferðarráðs í október 2009. Eftir það áttu fatlaðir nemendur val um hvort þeir keyptu nemakort eða greiddu hálft fargjald í ferðaþjónustunni. Árið 2015 hafi verið rætt um breytt fyrirkomulag greiðsluþátttöku en umræðunni frestað og því vísað til samráðsvettvangs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvort bjóða ætti upp á nemakortin í öllum sveitarfélögunum. „Meðan ekki er búið að taka ákvörðun um að leggja niður nemakortin eða taka upp aðra leið til greiðsluþátttöku er ekki hægt að hætta að bjóða upp á kortin. Því hefur verið farin sú leið að leyfa nemendum að sækja kortið, en það er ekki auglýst,“ segir í svarinu. Kröfu Ástu um endurgreiðslu var hafnað með þeim rökum að sveitarfélaginu væri ekki skylt að bjóða upp á nemakortin heldur væru þau valkostur við annars konar greiðsluþátttöku sveitarfélagsins. Árni Múli Jónsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir borgina hafa brotið lögbundna upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu stjórnsýslulaga. „Um leið og ákvörðun um að bjóða þessi nemakort fyrir fatlaða nemendur er tekin og ákvörðun um að hætta því hefur ekki verið tekin, fellur strax sú skylda á Reykjavíkurborg að upplýsa alla þá sem gætu hugsanlega haft hagsmuni af því að nýta þennan rétt,“ segir Árni. Þessa upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu segir Árni sérstaklega mikilvæga þegar um sé að ræða viðkvæma hópa eins og fatlaða einstaklinga. „Bæði vegna þess að þessi hópur kann að hafa skerta getu til að afla sér upplýsinga upp á eigin spýtur, en einnig vegna þess að fjárhagsleg staða þessa hóps er oft þannig að þessi kjör geta skipt algerum sköpum og varðað þannig fleiri réttindi eins og réttinn til náms.“ Samkvæmt velferðarsviði Reykjavíkurborgar var tekin ákvörðun um að halda áfram með nemakortin í júní 2016. Í kjölfarið hafi þau verið kynnt á vefsíðu borgarinnar. „Við ætluðum að setja þetta inn á heimasíðu Strætó en ákváðum að gera það ekki vegna þess að önnur sveitarfélög eru ekki að bjóða upp á þetta. Þetta er inni á heimasíðunni okkar, en ég skal viðurkenna að þetta er ekki mjög áberandi,“ segir Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði. Hún lætur þess getið að nemendur eða forráðamenn þeirra þurfi að sækja sérstaklega um kortin hjá Reykjavíkurborg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Ég var að borga í kringum 30 þúsund á mánuði fyrir akstursþjónustuna og búin að gera það í um það bil eitt og hálft ár, þegar ég heyri af þessu ódýra nemakorti,“ segir Ásta K. Ólafsdóttir, móðir fatlaðs ungmennis á lokaári í framhaldsskóla. „Það var fyrrverandi starfsmaður Strætó bs. sem sagði mér að sonur minn ætti þennan rétt,“ segir Ásta sem kveðst hafa rætt málið við aðra foreldra fatlaðra barna sem ekki hafi heldur vitað um ódýru árskortin. Ásta leitaði til Strætó vorið 2016 og krafðist endurgreiðslu, enda hafði hún greitt yfir 300 þúsund krónur á ári fyrir þjónustu sem unnt hefði verið að kaupa fyrir 20 þúsund (47 þúsund fyrir 18 ára og eldri). Beiðni hennar var áframsend frá Strætó til velferðarsviðs borgarinnar.Árni Múli Jónsson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Í svari velferðarsviðs til Ástu kemur fram að ákvörðun um að bjóða nemakortin hafi verið tekin á fundi velferðarráðs í október 2009. Eftir það áttu fatlaðir nemendur val um hvort þeir keyptu nemakort eða greiddu hálft fargjald í ferðaþjónustunni. Árið 2015 hafi verið rætt um breytt fyrirkomulag greiðsluþátttöku en umræðunni frestað og því vísað til samráðsvettvangs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvort bjóða ætti upp á nemakortin í öllum sveitarfélögunum. „Meðan ekki er búið að taka ákvörðun um að leggja niður nemakortin eða taka upp aðra leið til greiðsluþátttöku er ekki hægt að hætta að bjóða upp á kortin. Því hefur verið farin sú leið að leyfa nemendum að sækja kortið, en það er ekki auglýst,“ segir í svarinu. Kröfu Ástu um endurgreiðslu var hafnað með þeim rökum að sveitarfélaginu væri ekki skylt að bjóða upp á nemakortin heldur væru þau valkostur við annars konar greiðsluþátttöku sveitarfélagsins. Árni Múli Jónsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir borgina hafa brotið lögbundna upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu stjórnsýslulaga. „Um leið og ákvörðun um að bjóða þessi nemakort fyrir fatlaða nemendur er tekin og ákvörðun um að hætta því hefur ekki verið tekin, fellur strax sú skylda á Reykjavíkurborg að upplýsa alla þá sem gætu hugsanlega haft hagsmuni af því að nýta þennan rétt,“ segir Árni. Þessa upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu segir Árni sérstaklega mikilvæga þegar um sé að ræða viðkvæma hópa eins og fatlaða einstaklinga. „Bæði vegna þess að þessi hópur kann að hafa skerta getu til að afla sér upplýsinga upp á eigin spýtur, en einnig vegna þess að fjárhagsleg staða þessa hóps er oft þannig að þessi kjör geta skipt algerum sköpum og varðað þannig fleiri réttindi eins og réttinn til náms.“ Samkvæmt velferðarsviði Reykjavíkurborgar var tekin ákvörðun um að halda áfram með nemakortin í júní 2016. Í kjölfarið hafi þau verið kynnt á vefsíðu borgarinnar. „Við ætluðum að setja þetta inn á heimasíðu Strætó en ákváðum að gera það ekki vegna þess að önnur sveitarfélög eru ekki að bjóða upp á þetta. Þetta er inni á heimasíðunni okkar, en ég skal viðurkenna að þetta er ekki mjög áberandi,“ segir Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði. Hún lætur þess getið að nemendur eða forráðamenn þeirra þurfi að sækja sérstaklega um kortin hjá Reykjavíkurborg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira