Höfundur Frystikistulagsins rólegur yfir gagnrýni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 17:45 Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum, minnir á að gerandinn í Frystikistulaginu fékk maklega málagjöld. vísir/vilhelm Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira