Höfundur Frystikistulagsins rólegur yfir gagnrýni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 17:45 Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum, minnir á að gerandinn í Frystikistulaginu fékk maklega málagjöld. vísir/vilhelm Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira