Frakkar þurfa að merkja lagfærðar myndir: Skref í rétta átt en bara plástur fyrir sárið Bjarki Ármannsson skrifar 1. október 2017 14:45 „Þessar myndir búa til óraunhæfa staðla fyrir stelpur,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Vísir/Getty Ný auglýsingalög, sem miða að því að draga úr hættulega mikilli megrun og andúð fólks á eigin holdafari, taka gildi í Frakklandi í dag. Formaður Samtaka um líkamsvirðingu segir lög af þessum toga skref í rétta átt en þó aðeins plástur yfir sárið. Þörf sé á fjölbreyttari birtingarmynd líkama í auglýsingum og á samfélagsmiðlum. Frá deginum í dag þurfa allar myndir sem notaðar eru í auglýsingaskyni í Frakklandi að vera merktar á sérstakan hátt, hafi verið átt við þær með myndvinnsluforritum á borð við Photoshop til að fyrirsætan á myndinni virðist grennri. Um er að ræða viðvörunarmerkingu, ekki ósvipaða þeim sem finna má á sígarettupökkum, sem á stendur einfaldlega: „Photographie retouchée,“ eða „Unnin ljósmynd.“ Svíkist einhver um að merkja slíka ljósmynd skilmerkilega, má sá hinn sami eiga von á hárri fjársekt. Í tísku- og auglýsingabransanum þekkist það víða, og þykir jafnvel sjálfsagt, að eiga við ljósmyndir í tölvu til þess að gera fyrirsætur grennri, slétta á þeim húðina, lengja fótleggi eða breyta útliti þeirra á annan hátt. Í grein breska ríkisútvarpsins um málið segir að með nýju lögunum sé franska ríkisstjórnin í raun að viðurkenna að fölsk framsetning með þessum hætti sé alvarlegt lýðheilsuvandamál. Lögin í Frakklandi eru ekki þau fyrstu sinnar tegundar. Svipaða löggjöf má til dæmis finna í Ísrael. En mikið fer fyrir umræðu um holdafar og útlitsdýrkun í Frakklandi, þar sem tugir þúsunda eru með átröskun og líkamsþyngdarstuðullinn (BMI) er að meðaltali lægstur í Evrópu. Rétt er að taka fram að nýju lögin í Frakklandi eiga bara við þau tilfelli þar sem myndum er breytt til þess að fyrirsætur virðist grennri. Ekki þarf til dæmis að taka það fram ef átt hefur verið við mynd til þess að þurrka út bólur eða bauga undir augum.Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu.Vísir/HannaEkki víst að viðvörun hafi tilætluð áhrif „Þetta er alvarlegur vandi og hann er alltumlykjandi,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu þegar Vísir innti hana svara við því hvort unnar myndir væru jafnmikið vandamál hér á landi og þær virðast í Frakklandi. „Þessar myndir búa til óraunhæfa staðla fyrir stelpur,“ segir Tara. „Þeir valda neikvæðri líkamsímynd og geta valdið þunglyndi og kvíða eða átröskun. Þetta er svo algengt að það mætti segja að þetta sé faraldur.“ Tara er þó ekki viss um að löggjöf á borð við þá frönsku sem tekur gildi í dag sé til þess fallin að leysa vandann. Breyttar myndir á samfélagsmiðlum á borð við Instagram hafi meiri áhrif á ungar stúlkur á Íslandi í dag en myndir í tímaritum og hefðbundnum auglýsingum. Þá sé ekki endilega víst að það breyti miklu fyrir fólk sem sér myndirnar og öfundar fyrirsæturnar á þeim að vita að átt hafi verið við þær.Sjá einnig: Oddný slær í gegn á Instagram með yfir sjötíu þúsund fylgjendur „Rannsóknir hafa sýnt að þegar breyttar myndir eru til dæmis lagðar fyrir hóp stelpna án viðvörunar og síðan með viðvörun, þá hefur það svipað mikil neikvæð áhrif á líkamsmyndina,“ segir Tara. „Þannig að jafnvel þó við setjum þetta merki, eða þessa aðvörun, þá hefur það ekki jafnmikil áhrif og við viljum sjá.“ Tara segir það þó ekki þýða að löggjöfin sé ekki skref í rétta átt. Hún feli bæði í sér vitundarvakningu og staðfestingu á því að myndir sem breytt er með þessum hætti séu vandamál. „En þetta er í raun bara svona plástur yfir sárið,“ segir hún. „Það sem við þurfum í raun og veru er fjölbreyttari birtingarmynd af öllum. Í tímaritum, á samfélagsmiðlum. Við þurfum að sjá flóru mannslíkamanns eins og hún leggur sig. Það er þannig sem við leysum þennan vanda.“ Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira
Ný auglýsingalög, sem miða að því að draga úr hættulega mikilli megrun og andúð fólks á eigin holdafari, taka gildi í Frakklandi í dag. Formaður Samtaka um líkamsvirðingu segir lög af þessum toga skref í rétta átt en þó aðeins plástur yfir sárið. Þörf sé á fjölbreyttari birtingarmynd líkama í auglýsingum og á samfélagsmiðlum. Frá deginum í dag þurfa allar myndir sem notaðar eru í auglýsingaskyni í Frakklandi að vera merktar á sérstakan hátt, hafi verið átt við þær með myndvinnsluforritum á borð við Photoshop til að fyrirsætan á myndinni virðist grennri. Um er að ræða viðvörunarmerkingu, ekki ósvipaða þeim sem finna má á sígarettupökkum, sem á stendur einfaldlega: „Photographie retouchée,“ eða „Unnin ljósmynd.“ Svíkist einhver um að merkja slíka ljósmynd skilmerkilega, má sá hinn sami eiga von á hárri fjársekt. Í tísku- og auglýsingabransanum þekkist það víða, og þykir jafnvel sjálfsagt, að eiga við ljósmyndir í tölvu til þess að gera fyrirsætur grennri, slétta á þeim húðina, lengja fótleggi eða breyta útliti þeirra á annan hátt. Í grein breska ríkisútvarpsins um málið segir að með nýju lögunum sé franska ríkisstjórnin í raun að viðurkenna að fölsk framsetning með þessum hætti sé alvarlegt lýðheilsuvandamál. Lögin í Frakklandi eru ekki þau fyrstu sinnar tegundar. Svipaða löggjöf má til dæmis finna í Ísrael. En mikið fer fyrir umræðu um holdafar og útlitsdýrkun í Frakklandi, þar sem tugir þúsunda eru með átröskun og líkamsþyngdarstuðullinn (BMI) er að meðaltali lægstur í Evrópu. Rétt er að taka fram að nýju lögin í Frakklandi eiga bara við þau tilfelli þar sem myndum er breytt til þess að fyrirsætur virðist grennri. Ekki þarf til dæmis að taka það fram ef átt hefur verið við mynd til þess að þurrka út bólur eða bauga undir augum.Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu.Vísir/HannaEkki víst að viðvörun hafi tilætluð áhrif „Þetta er alvarlegur vandi og hann er alltumlykjandi,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu þegar Vísir innti hana svara við því hvort unnar myndir væru jafnmikið vandamál hér á landi og þær virðast í Frakklandi. „Þessar myndir búa til óraunhæfa staðla fyrir stelpur,“ segir Tara. „Þeir valda neikvæðri líkamsímynd og geta valdið þunglyndi og kvíða eða átröskun. Þetta er svo algengt að það mætti segja að þetta sé faraldur.“ Tara er þó ekki viss um að löggjöf á borð við þá frönsku sem tekur gildi í dag sé til þess fallin að leysa vandann. Breyttar myndir á samfélagsmiðlum á borð við Instagram hafi meiri áhrif á ungar stúlkur á Íslandi í dag en myndir í tímaritum og hefðbundnum auglýsingum. Þá sé ekki endilega víst að það breyti miklu fyrir fólk sem sér myndirnar og öfundar fyrirsæturnar á þeim að vita að átt hafi verið við þær.Sjá einnig: Oddný slær í gegn á Instagram með yfir sjötíu þúsund fylgjendur „Rannsóknir hafa sýnt að þegar breyttar myndir eru til dæmis lagðar fyrir hóp stelpna án viðvörunar og síðan með viðvörun, þá hefur það svipað mikil neikvæð áhrif á líkamsmyndina,“ segir Tara. „Þannig að jafnvel þó við setjum þetta merki, eða þessa aðvörun, þá hefur það ekki jafnmikil áhrif og við viljum sjá.“ Tara segir það þó ekki þýða að löggjöfin sé ekki skref í rétta átt. Hún feli bæði í sér vitundarvakningu og staðfestingu á því að myndir sem breytt er með þessum hætti séu vandamál. „En þetta er í raun bara svona plástur yfir sárið,“ segir hún. „Það sem við þurfum í raun og veru er fjölbreyttari birtingarmynd af öllum. Í tímaritum, á samfélagsmiðlum. Við þurfum að sjá flóru mannslíkamanns eins og hún leggur sig. Það er þannig sem við leysum þennan vanda.“
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira