Lífið

Oddný slær í gegn á Instagram: Með yfir sjötíu þúsund fylgjendur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Oddný Ingólfsdóttir er orðin þekkt fyrir að birta myndir tengdar jákvæðri líkamsímynd
Oddný Ingólfsdóttir er orðin þekkt fyrir að birta myndir tengdar jákvæðri líkamsímynd Instagram
Oddný Ingólfsdóttir er 24 ára nemi búsett í Garðabæ en hún er með fylgjendur um allan heim í gegnum Instagram. Oddný er orðin þekkt fyrir myndir tengdar jákvæðri líkamsímynd en hún segir að ljótar athugasemdir geti verið slæmar fyrir sjálfstraustið.

„Það er innan við ár síðan þetta gerðist. Ég byrjaði fyrir þremur árum á Instagram en þegar ég byrjaði að setja inn myndir af sjálfri mér byrjaði ég að fá nýja fylgjendur.“

Draumur að rætast

Oddný merkti myndirnar sýnar með texta tengdum jákvæðri líkamsímynd og í kjölfarið höfðu erlendar Instagram síður samband við hana og fengu leyfi til þess að birta mynd af henni til þess að kynna hana. Notar hún merkingar eins og #everybodyisbeautiful, #plussize, #loveyourself, #bodypositive og fleiri en flestar eru þær á ensku. 

„Ég er ekki mjög grönn þannig að ég var að nota bodypositive merkingar. Instagrammið mitt byrjaði svo að vaxa ótrúlega hratt þegar ég birti myndir af mér á nærfötum. Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á nærfötum. Einu sinni þegar ég var nýbúin að panta mér nýtt nærfatasett langaði mig geðveikt mikið að taka mynd af því.“

Fyrirtækið sem Oddný keypti nærfötin hjá er núna að fara í samstarf við hana.

„Þetta er virkilega skemmtilegt fyrirtæki sem framleiðir og selur frá öðrum nærföt fyrir konur sem nota stærri skálastærðir. Þeir hafa sent mér nokkra hluti í gegnum tíðina en höfðu núna samband við mig og vildu vinna með mér. Ég er búin að versla hjá þeim í mörg ár svo þetta er draumur að rætast.“ 

 
A post shared by ODDA (@oddaiceland) on Aug 4, 2017 at 3:08pm PDT

Reynir að finna sinn stíl

Oddný er kokkanemi í Menntaskólanum í Kópavogi og er líka listakona. Hún hefur ótrúlega gaman að sitja fyrir á myndum og birta þær á Instagram.

„Ég hef mikinn áhuga á anime og tölvuleikjum og cosplay, mig langar svolítið að gera það sjálf en veit kannski ekki alveg hvernig ég á að byrja á því. Ég er líka að selja portrait teikningar í gegnum Facebook síðuna mína, aðallega blýantsteikningar.“

Oddný er ekki með neina leiki til þess að fjölga fylgjendum sínum Instagram, hópurinn stækkar bara jafnt og þétt.

„Ég birti bara myndir af mér og reyni að láta ekki líða of langt á milli þeirra. Ég fæ yfirleitt nokkurhundruð nýja fylgjendur daglega.“

Hún segir að Instagram síðan sín hafi breyst mjög mikið frá því fyrir þremur árum þegar hún birti fyrstu myndirnar.

„Ég er að hugsa miklu meira um gæðin heldur en til dæmis fyrir hálfu ári síðan. Ég er að reyna að finna mér betri stíl.“

Kærastinn tekur myndirnar

Oddný hefur ekki unnið mikið með ljósmyndurum en langar að gera meira af því í framtíðinni.

„Ég tek oftast myndirnar sjálf eða kærastinn minn. Ég hef alveg unnið með ljósmyndurum en hef verið frekar feimin við það. Maður þarf svolítið að stökkva út í djúpu laugina.“

Oddný er líka skráð á söfnunarsíðuna Patrion og er hún að íhuga á að safna þar fyrir flottum myndatökum. „Þar getur fólk greitt fyrir spjall í gegnum síðuna eða fengið aðgang að efni frá manni. Ég hef ekki mikið verið að nota þetta en ég veit að fullt af stelpum fá mikið af pening í gegnum þetta.“

Hún segir að það sé hægt að gera mikið af skemmtilegum hlutum í gegnum þetta. Hingað til hefur hún safnað greiðslunum inn á reikning en langar að nota síðuna meira og setja peninginn í að kaupa sér föt fyrir myndatökur og borga ljósmyndara.

„Ég er með nokkra myndaþætti þarna inni á. Þá hef ég kannski tekið margar skemmtilegar myndir en sett bara eina á Instagram. Þarna er þá hægt að sjá allar myndirnar og allskonar upplýsingar um myndatökuna og fleira.“ 

Hún segir að myndirnar sem  hún birtir á Instagram og viðbrögðin sem hún fær geti haft áhrif á sjálfstraustið. „Það er bara upp og niður, ég á það til að draga mig stundum niður sjálf. Svo fæ ég stundum fallegar athugasemdir sem láta mér líða vel.“

 
Just finnished my work weekend, looking forward to spending some quality time with the waifu.

A post shared by ODDA (@oddaiceland) on Aug 13, 2017 at 12:12pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×