Erlent

Skildi börnin eftir heima með byssu og fór í frí

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Macke var handtekin á fimmtudag er hún sneri heim úr fríinu en hún hafði flogið til Þýskalands til að heimsækja ættingja sína.
Macke var handtekin á fimmtudag er hún sneri heim úr fríinu en hún hafði flogið til Þýskalands til að heimsækja ættingja sína. Vísir/Getty
Lögregla í Iowa-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið hina þrítugu Erin Lee Macke en hún er sökuð um að hafa stofnað lífi barna sinna fjögurra í hættu er hún fór í frí til Þýskalands og skildi þau eftir ein heima. Washington Post greinir frá.

Macke var handtekin á fimmtudag er hún sneri heim úr fríinu en hún hafði flogið til Þýskalands til að heimsækja ættingja sína. Hún skildi börn sín fjögur, 6 og 7 ára dætur og 12 ára tvíbura, ein eftir heima. Hún skildi einnig eftir byssu á hillu í herbergi sínu sem börnin höfðu aðgang að.

Fyrrverandi eiginmaður Macke var miður sín vegna málsins.

„Ég vildi að ég gæti sagt að þetta hefði komið mér á óvart, en ég er ekki undrandi,“ var haft eftir honum í viðtali við Inside Edition.

Macke ætlaði að verja ellefu dögum í Þýskalandi en stytti ferðina um fjóra daga í kjölfar afskipta lögreglu. Börn hennar voru þó ekki ein heima nema í 24 klukkustundir en lögreglu í höfuðborg Iowa, Des Moines, þar sem Macke er búsett barst fljótlega ábending um stöðu málsins. Macke var handtekin við heimkomu og hefur verið ákærð fyrir að stofna lífi barna sinna í hættu og að veita ungmenni aðgang að vopni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×