Markmiðið hlýtur að vera að fækka brotum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2017 06:00 Ragnheiður segir frumvarp Viðreisnar draga samþykki fram í dagsljósið. Það sé auðskiljanlegt og geti hugsanlega fyrirbyggt brot. vísir/hanna Það kann að vera mögulegt að fækka nauðgunarbrotum með því að breyta nauðgunarákvæði í almennum hegningarlögum og efla forvarnir. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, á hádegisfyrirlestri Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum í gær. Ragnheiður vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri frá árinu 2007. Á árunum 2007 til ársins 2013 hefði sex sinnum verið flutt frumvarp á Alþingi um að afnema verknaðarlýsingu úr nauðgunarákvæðinu. Ástæðan væri sú að dómar vegna nauðgunar væru of fáir. Prófessorinn telur hins vegar að með þeirri breytingu sem lögð var til yrði ákvæðið of óljóst til þess að uppfylla skilyrði um skýrleika refsiheimilda og hefði ekki orðið til þess að fjölga dómum. „Síðastliðið vor var skilgreining á nauðgun út frá samþykki tekin upp að nýju þegar fjórir þingmenn Viðreisnar fluttu frumvarp um breytingu á fyrstu málsgrein 194. greinar,“ sagði Ragnheiður. Með samþykkt frumvarpsins yrði betur skilgreint hvenær samþykki er fyrir hendi og hvenær ekki. „Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en tillagan sem kom fram fyrir tíu árum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir síðastliðinna tíu ára um breytingar á nauðgunarákvæðinu hafa haft það að markmiði að fjölga sakfellingardómum fyrir nauðgun. Reynsla Englendinga sýni að lágt sakfellingarvandamál sé líka vandamál þótt að það sé byggt á skilgreiningum nauðgunar út frá samþykki. Sænskir sérfræðingar sem helst hafa mælt með ákvæði, þar sem samþykki er í forgrunni, telja ekki endilega að það auki líkur á að ákærum fjölgi. Hins vegar felist í því staðfesting á jafnræði kynjanna og kynferðislegum sjálfsákvörðunarrétti. Þeir telja sem sagt að þessi leið sé ekki til þess fallin að fjölga sakfellingardómum heldur leiði hún til færri brota. „Og kannski er það líka aðalatriðið. Markmiðið hlýtur að vera að fækka nauðgunarbrotum. En til þess er svo margt annað sem við þurfum að líta til en nauðgunarákvæðið. Til dæmis öflugar forvarnir,“ segir Ragnheiður. Ólíkar tillögur að 194. grein1. málsgrein 194. greinar í núgildandi lögumHver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.1. málsgrein 194. greinar samkvæmt tillögu Viðreisnar„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“1. málsgrein 194. greinar án verknaðarlýsingar„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.‟ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Það kann að vera mögulegt að fækka nauðgunarbrotum með því að breyta nauðgunarákvæði í almennum hegningarlögum og efla forvarnir. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, á hádegisfyrirlestri Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum í gær. Ragnheiður vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri frá árinu 2007. Á árunum 2007 til ársins 2013 hefði sex sinnum verið flutt frumvarp á Alþingi um að afnema verknaðarlýsingu úr nauðgunarákvæðinu. Ástæðan væri sú að dómar vegna nauðgunar væru of fáir. Prófessorinn telur hins vegar að með þeirri breytingu sem lögð var til yrði ákvæðið of óljóst til þess að uppfylla skilyrði um skýrleika refsiheimilda og hefði ekki orðið til þess að fjölga dómum. „Síðastliðið vor var skilgreining á nauðgun út frá samþykki tekin upp að nýju þegar fjórir þingmenn Viðreisnar fluttu frumvarp um breytingu á fyrstu málsgrein 194. greinar,“ sagði Ragnheiður. Með samþykkt frumvarpsins yrði betur skilgreint hvenær samþykki er fyrir hendi og hvenær ekki. „Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en tillagan sem kom fram fyrir tíu árum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir síðastliðinna tíu ára um breytingar á nauðgunarákvæðinu hafa haft það að markmiði að fjölga sakfellingardómum fyrir nauðgun. Reynsla Englendinga sýni að lágt sakfellingarvandamál sé líka vandamál þótt að það sé byggt á skilgreiningum nauðgunar út frá samþykki. Sænskir sérfræðingar sem helst hafa mælt með ákvæði, þar sem samþykki er í forgrunni, telja ekki endilega að það auki líkur á að ákærum fjölgi. Hins vegar felist í því staðfesting á jafnræði kynjanna og kynferðislegum sjálfsákvörðunarrétti. Þeir telja sem sagt að þessi leið sé ekki til þess fallin að fjölga sakfellingardómum heldur leiði hún til færri brota. „Og kannski er það líka aðalatriðið. Markmiðið hlýtur að vera að fækka nauðgunarbrotum. En til þess er svo margt annað sem við þurfum að líta til en nauðgunarákvæðið. Til dæmis öflugar forvarnir,“ segir Ragnheiður. Ólíkar tillögur að 194. grein1. málsgrein 194. greinar í núgildandi lögumHver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.1. málsgrein 194. greinar samkvæmt tillögu Viðreisnar„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“1. málsgrein 194. greinar án verknaðarlýsingar„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.‟
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira