Fangavörður sýknaður í máli sem fangi vissi ekki um hvað snerist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 16:09 Málið kom upp á Litla-Hrauni á Nýársdag. Vísir/Eyþór Fangavörður á Litla-Hrauni hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás og broti í opinberu starfi. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í dag en fangaverðinum var gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða er hann hugðist slökkva eld í fangaklefa. Sprautaði hann úr léttvatnsslökkvitæki í andlit og bringu fangans í um þrjár sekúndur. Atvikið átti sér stað á nýársdag en það var ekki fyrr en 17. mars sem Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, var upplýstur um atvikið af starfsmanni fangelsisins. Var honum bent á að kynna sér myndbandsupptöku úr klefanum og kom í ljós að ekki hafði verið minnst á atvikið í skýrslu lögreglu. Höfðu fjórir fangaverðir réttarstöðu sakbornings um tíma, þrír vegna gruns um að hafa hylmt yfir með kollega sínum og sá fjórði fyrir að hafa sprautað.Faldi kveikjara í endaþarmi Atburðarásin var á þann veg að fanginn hafði verið með mikil læti og tvívegis með skömmu millibili kveikt eld í klefum sem hann var vistaður í. Var að mati dómarans greinilegt að ásetningur hans var skýr en hann hafði falið kveikjara í endaþarmi sínum. Fanginn kom fyrir dóm og skýrði svo frá að honum hefði verið sagt að komið hefði upp eldur en það hefði ekki verið af hans völdum. Hann gat ekkert frekar borið um málsatvik og virtist ekki hafa hugmynd um það um hvað mál þetta snerist. Fangaverðinum var rétt og skylt að fara inn í klefann með slökkvitæki að mati dómarans. Ákærði viðurkenndi að hafa sprautað á fangann en útilokaði ekki að einhver glóð hefði verið á brotaþola. Annar fangavörður útilokaði heldur ekki að glóð hefði verið í fanganum.Sjónlaus á öðru auga í reykfylltu herbergi Hafi svo verið var það að meinalausu að sprauta á fangann að mati dómara. Þá er þess getið að fangavörðurinn hafði aðeins sjón á öðru auga þetta kvöld. „Þegar tekið er tillit til þess að brotaþoli er staddur í litlu rými þegar hann kveikir eldinn verður að telja meiri líkur en minni að glóð geti borist í hann við þessar aðstæður. Með hliðsjón af öllu framansögðu og með hliðsjón af því að reykur og kóf var inni í klefanum og ákærði sjónlaus á vinstra auga verður að telja ósannað að ásetningur ákærða hafi staðið til þess að meiða brotaþola.“ Var fangavörðurinn því sýknaður en allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.Dóminn í heild má lesa hér. Tengdar fréttir Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Gæti átt yfir höfði sér ákæru. 19. apríl 2017 13:10 Fangaverði á Litla-Hrauni vikið frá störfum eftir alvarlegt atvik sem er til rannsóknar lögreglu Fangavörður hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum eftir alvarlegt brot gegn fanga á Litla-Hrauni í upphafi árs. Ekki komst upp um málið fyrr en í byrjun viku og var það umsvifalaust tilkynnt til lögreglu sem rannsakar málið. 24. mars 2017 17:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Fangavörður á Litla-Hrauni hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás og broti í opinberu starfi. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í dag en fangaverðinum var gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða er hann hugðist slökkva eld í fangaklefa. Sprautaði hann úr léttvatnsslökkvitæki í andlit og bringu fangans í um þrjár sekúndur. Atvikið átti sér stað á nýársdag en það var ekki fyrr en 17. mars sem Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, var upplýstur um atvikið af starfsmanni fangelsisins. Var honum bent á að kynna sér myndbandsupptöku úr klefanum og kom í ljós að ekki hafði verið minnst á atvikið í skýrslu lögreglu. Höfðu fjórir fangaverðir réttarstöðu sakbornings um tíma, þrír vegna gruns um að hafa hylmt yfir með kollega sínum og sá fjórði fyrir að hafa sprautað.Faldi kveikjara í endaþarmi Atburðarásin var á þann veg að fanginn hafði verið með mikil læti og tvívegis með skömmu millibili kveikt eld í klefum sem hann var vistaður í. Var að mati dómarans greinilegt að ásetningur hans var skýr en hann hafði falið kveikjara í endaþarmi sínum. Fanginn kom fyrir dóm og skýrði svo frá að honum hefði verið sagt að komið hefði upp eldur en það hefði ekki verið af hans völdum. Hann gat ekkert frekar borið um málsatvik og virtist ekki hafa hugmynd um það um hvað mál þetta snerist. Fangaverðinum var rétt og skylt að fara inn í klefann með slökkvitæki að mati dómarans. Ákærði viðurkenndi að hafa sprautað á fangann en útilokaði ekki að einhver glóð hefði verið á brotaþola. Annar fangavörður útilokaði heldur ekki að glóð hefði verið í fanganum.Sjónlaus á öðru auga í reykfylltu herbergi Hafi svo verið var það að meinalausu að sprauta á fangann að mati dómara. Þá er þess getið að fangavörðurinn hafði aðeins sjón á öðru auga þetta kvöld. „Þegar tekið er tillit til þess að brotaþoli er staddur í litlu rými þegar hann kveikir eldinn verður að telja meiri líkur en minni að glóð geti borist í hann við þessar aðstæður. Með hliðsjón af öllu framansögðu og með hliðsjón af því að reykur og kóf var inni í klefanum og ákærði sjónlaus á vinstra auga verður að telja ósannað að ásetningur ákærða hafi staðið til þess að meiða brotaþola.“ Var fangavörðurinn því sýknaður en allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.Dóminn í heild má lesa hér.
Tengdar fréttir Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Gæti átt yfir höfði sér ákæru. 19. apríl 2017 13:10 Fangaverði á Litla-Hrauni vikið frá störfum eftir alvarlegt atvik sem er til rannsóknar lögreglu Fangavörður hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum eftir alvarlegt brot gegn fanga á Litla-Hrauni í upphafi árs. Ekki komst upp um málið fyrr en í byrjun viku og var það umsvifalaust tilkynnt til lögreglu sem rannsakar málið. 24. mars 2017 17:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Gæti átt yfir höfði sér ákæru. 19. apríl 2017 13:10
Fangaverði á Litla-Hrauni vikið frá störfum eftir alvarlegt atvik sem er til rannsóknar lögreglu Fangavörður hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum eftir alvarlegt brot gegn fanga á Litla-Hrauni í upphafi árs. Ekki komst upp um málið fyrr en í byrjun viku og var það umsvifalaust tilkynnt til lögreglu sem rannsakar málið. 24. mars 2017 17:45
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent