Sjúkraflutningamaður á biluðum sjúkrabíl á Sólheimasandi lætur stjórnvöld heyra það Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2017 13:42 Henný Hrund er mikið niðri fyrir í myndbandinu og ber hún upp einlæga en ákveðna bón til yfirvalda um að gera eitthvað róttækt í stöðunni. Hún segir að endurnýja þurfi sjúkrabílaflotann því þetta ástand sé ekki boðlegt. „Mér fannst eitthvað þurfa að gerast, ég veit ekki hvort þetta muni breyta einhverju en nú veit almenningur þetta og mér finnst að það eigi ekki að leyna honum þessu ástandi,“ segir Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal, sem birti í dag einlægt myndband þar sem hún stendur fyrir framan ógangfæran sjúkrabíl á Sólheimasandi. Var Henný stödd við veg 222 að Mýrdalsjökli. Hráolíulögn hafði losnað þannig að hráolíu lak úr bílnum en þetta er í annað skiptið sem bíllinn bilar í sumar. Í fyrra skiptið bræddi bíllinn úr sér í útkalli og var settur nýr mótor í bílinn fyrir 2,7 milljónir króna. Bíllinn er núna á verkstæði og er því enginn sjúkrabíll í Vík í Mýrdal. Á meðan þurfa sjúkrabílar frá Hvolsvelli og Kirkjubæjarklaustri að dekka svæðið, en um 30 mínútur tekur að aka frá Klaustri að Vík í Mýrdal í forgangsakstri og um 45 mínútur frá Hvolsvelli.Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður.Henný Hrund Jóhannsdóttir.Henný Hrund er mikið niðri fyrir í myndbandinu og ber hún upp einlæga en ákveðna bón til yfirvalda um að gera eitthvað róttækt í stöðunni. Hún segir að endurnýja þurfi sjúkrabílaflotann því þetta ástand sé ekki boðlegt. „Ég vil að ráðamenn hætti að hugsa bara um peninga. Málið snýst um að láta sjúklinginn ávallt njóta vafans og vera með það besta sem er í boði. Svona á ekki að koma fyrir á leið í útkall og þessir hlutir þurfa að vera í lagi. Ég vil bara fá nýja bíla til landsins,“ segir Henný í samtali við Vísi. Hún tekur skýrt fram að þetta ákall komi frá henni sjálfri, og sé ekki sett fram fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eða sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Sjúkraflutningabíllinn er nú á verkstæði en hún segir að verið sé að senda sjúkrabíl frá Vestmannaeyjum. Það er bíllinn sem sjúkraflutningamenn í Vík höfðu áður notað. Hún segir sjúkrabílinn sem bilaði vera tiltölulega nýlegan, en svæðið sem sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa að dekka er stórt og mikið og er mikið um langa sjúkraflutninga. Er því álagið á bílunum mikið og þeir að jafnaði mikið keyrði. Viðhaldið er mikið en hún segir endurnýjun á bílunum þurfa að vera örari. Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Mér fannst eitthvað þurfa að gerast, ég veit ekki hvort þetta muni breyta einhverju en nú veit almenningur þetta og mér finnst að það eigi ekki að leyna honum þessu ástandi,“ segir Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal, sem birti í dag einlægt myndband þar sem hún stendur fyrir framan ógangfæran sjúkrabíl á Sólheimasandi. Var Henný stödd við veg 222 að Mýrdalsjökli. Hráolíulögn hafði losnað þannig að hráolíu lak úr bílnum en þetta er í annað skiptið sem bíllinn bilar í sumar. Í fyrra skiptið bræddi bíllinn úr sér í útkalli og var settur nýr mótor í bílinn fyrir 2,7 milljónir króna. Bíllinn er núna á verkstæði og er því enginn sjúkrabíll í Vík í Mýrdal. Á meðan þurfa sjúkrabílar frá Hvolsvelli og Kirkjubæjarklaustri að dekka svæðið, en um 30 mínútur tekur að aka frá Klaustri að Vík í Mýrdal í forgangsakstri og um 45 mínútur frá Hvolsvelli.Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður.Henný Hrund Jóhannsdóttir.Henný Hrund er mikið niðri fyrir í myndbandinu og ber hún upp einlæga en ákveðna bón til yfirvalda um að gera eitthvað róttækt í stöðunni. Hún segir að endurnýja þurfi sjúkrabílaflotann því þetta ástand sé ekki boðlegt. „Ég vil að ráðamenn hætti að hugsa bara um peninga. Málið snýst um að láta sjúklinginn ávallt njóta vafans og vera með það besta sem er í boði. Svona á ekki að koma fyrir á leið í útkall og þessir hlutir þurfa að vera í lagi. Ég vil bara fá nýja bíla til landsins,“ segir Henný í samtali við Vísi. Hún tekur skýrt fram að þetta ákall komi frá henni sjálfri, og sé ekki sett fram fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eða sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Sjúkraflutningabíllinn er nú á verkstæði en hún segir að verið sé að senda sjúkrabíl frá Vestmannaeyjum. Það er bíllinn sem sjúkraflutningamenn í Vík höfðu áður notað. Hún segir sjúkrabílinn sem bilaði vera tiltölulega nýlegan, en svæðið sem sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa að dekka er stórt og mikið og er mikið um langa sjúkraflutninga. Er því álagið á bílunum mikið og þeir að jafnaði mikið keyrði. Viðhaldið er mikið en hún segir endurnýjun á bílunum þurfa að vera örari.
Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira