Sport

Mayweather um píkuummæli Trumps: Svona tala alvöru menn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Floyd Mayweather vann Conor McGregor í sannkölluðum risa bardaga í síðasta mánuði.
Floyd Mayweather vann Conor McGregor í sannkölluðum risa bardaga í síðasta mánuði. vísir/getty
Floyd Mayweather segir að umdeild ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þegar hann sagðist grípa í píkuna á konum, séu hvernig „alvöru menn“ tala.

Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra kom upptaka með niðrandi ummælum Trumps um konur fram í dagsljósið.

Þar stærði Trump sig af því hvernig frægðin gerði honum kleift að koma fram við konur.

„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump sem sagði að þessi ummæli væru svokallað klefatal.

Í viðtali við Hollywood Unlocked varði Mayweather ummæli Trumps.

„Fólk er ekki hrifið af sannleikanum. Hann talar eins og alvöru menn gera. Alvöru menn tala svona. Þetta er klefatal,“ sagði Mayweather sem á sér langa sögu um ofbeldi gegn konum.

„Þessi maður [Trump] gerði ekkert rangt. Ef fólk vildi hann ekki í Hvíta húsið hefði það ekki átt að kjósa hann. Hann gerði það sem hann þurfti að gera og komst þangað,“ bætti Mayweather við.

Donald Trump er umdeildur maður.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×