Halldór Auðar Svansson hættir í borgarstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 17:31 Halldór Auðar Svansson er eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn. Vísir/STEfán Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn eftir kjörtímabilið. Halldór tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Pírata í Reykjavík í dag og birti auk þess færslu henni til útskýringar á Facebook-síðu sinni. „Á aðalfundi Pírata í Reykjavík tilkynnti ég nú rétt í þessu um erfiða ákvörðun sem hefur verið lengi í fæðingu. Hún hefur - líkt og allar ákvarðanir - sína kosti og galla en ég tel að hún sé hreinlega sú rétta. Ákvörðunin er sú að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í borgarstjórn að núverandi kjörtímabili liðnu,“ skrifar Halldór í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.Ætlaði að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil Þá tekur Halldór sérstaklega fram að hann hyggist ekki hætta vinnu við grasrótarstarf Pírata. „Ég fór alltaf inn í þessa vinnu með það fyrir augum að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil og meta eftir því sem á liði hvort ég treysti mér í tvö eða bara eitt. Ég tek hér strax fram að ég kem að sjálfsögðu til með að taka áfram virkan þátt í grasrótarstarfi Pírata. Ég er ekki að fara neitt nema úr borgarstjórn en það geri ég ekki fyrr en kjörtímabilinu lýkur,“ skrifar Halldór sem segist tilkynna um þessa ákvörðun sína á þessum tímapunkti í nafni heiðarleika og gagnsæis. Halldór rekur einnig áherslur Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og þau verkefni sem hann hefur sjálfur unnið að í sæti sínu sem borgarfulltrúi. Þar á meðal nefnir hann rafræna þjónustumiðstöð sem nýtir nútímatækni til að bæta þjónustuferla borgarinnar og opnun á bókhaldi borgarinnar.Á enn verk fyrir höndum í borgarstjórn Þá segir hann ekki nauðsynlegt að hann fylgi sjálfur vinnunni eftir heldur sé aðalmálið að Píratar komi sér upp góðri stefnu fyrir Reykjavík og sveitarstjórnarstigið almennt. Að því sögðu er kjörtímabilinu þó enn ekki lokið og á Halldór enn verk fyrir höndum. „Eins og áður segir er ég auðvitað ekki alveg farinn. Síðasta stærsta verkefni mitt verður að tryggja að kláruð verði almenn lýðræðisstefna fyrir borgina,“ skrifar Halldór. „Ég held sem fyrr segir að gildi formlegrar stefnumótunar sem tæki til að innleiða breytingar verði síst vanmetið. Þegar þessi verkefni eru komin í gegn get ég gengið sáttur frá borði og mun bjóða nýja félaga velkomna í stýrishúsið í vor, sem verða samkvæmt hefðum og reglum Pírata valdir af félagsmönnum í prófkjöri.“Færslu Halldórs má lesa í heild sinni hér að neðan. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn eftir kjörtímabilið. Halldór tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Pírata í Reykjavík í dag og birti auk þess færslu henni til útskýringar á Facebook-síðu sinni. „Á aðalfundi Pírata í Reykjavík tilkynnti ég nú rétt í þessu um erfiða ákvörðun sem hefur verið lengi í fæðingu. Hún hefur - líkt og allar ákvarðanir - sína kosti og galla en ég tel að hún sé hreinlega sú rétta. Ákvörðunin er sú að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í borgarstjórn að núverandi kjörtímabili liðnu,“ skrifar Halldór í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.Ætlaði að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil Þá tekur Halldór sérstaklega fram að hann hyggist ekki hætta vinnu við grasrótarstarf Pírata. „Ég fór alltaf inn í þessa vinnu með það fyrir augum að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil og meta eftir því sem á liði hvort ég treysti mér í tvö eða bara eitt. Ég tek hér strax fram að ég kem að sjálfsögðu til með að taka áfram virkan þátt í grasrótarstarfi Pírata. Ég er ekki að fara neitt nema úr borgarstjórn en það geri ég ekki fyrr en kjörtímabilinu lýkur,“ skrifar Halldór sem segist tilkynna um þessa ákvörðun sína á þessum tímapunkti í nafni heiðarleika og gagnsæis. Halldór rekur einnig áherslur Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og þau verkefni sem hann hefur sjálfur unnið að í sæti sínu sem borgarfulltrúi. Þar á meðal nefnir hann rafræna þjónustumiðstöð sem nýtir nútímatækni til að bæta þjónustuferla borgarinnar og opnun á bókhaldi borgarinnar.Á enn verk fyrir höndum í borgarstjórn Þá segir hann ekki nauðsynlegt að hann fylgi sjálfur vinnunni eftir heldur sé aðalmálið að Píratar komi sér upp góðri stefnu fyrir Reykjavík og sveitarstjórnarstigið almennt. Að því sögðu er kjörtímabilinu þó enn ekki lokið og á Halldór enn verk fyrir höndum. „Eins og áður segir er ég auðvitað ekki alveg farinn. Síðasta stærsta verkefni mitt verður að tryggja að kláruð verði almenn lýðræðisstefna fyrir borgina,“ skrifar Halldór. „Ég held sem fyrr segir að gildi formlegrar stefnumótunar sem tæki til að innleiða breytingar verði síst vanmetið. Þegar þessi verkefni eru komin í gegn get ég gengið sáttur frá borði og mun bjóða nýja félaga velkomna í stýrishúsið í vor, sem verða samkvæmt hefðum og reglum Pírata valdir af félagsmönnum í prófkjöri.“Færslu Halldórs má lesa í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira