Tjón á fjölda bíla eftir mistök á Kirkjusandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. september 2017 06:00 Niðurrif á Kirkjusandi. Mistök á framkvæmdasvæðinu í síðustu viku urðu til þess að tjón varð á bifreiðum íbúa í nærliggjandi hverfi. vísir/ernir „Ég er náttúrulega mjög ósáttur við þetta,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, byssusmiður og íbúi á Laugarnesvegi, einn þeirra mörgu íbúa í nágrenni við framkvæmdasvæðið á Kirkjusandi sem uppgötvuðu tjón á bifreiðum sínum um miðja síðustu viku. Mistök urðu til þess að málningaragnir bárust frá framkvæmdasvæðinu yfir nærliggjandi byggð með þeim afleiðingum að bílrúður og lakk bifreiða sat eftir hrjúft og hraunað. Verktakinn sem sér um niðurrif bygginga á Kirkjusandsreitnum segir undirverktaka bera ábyrgð á mistökunum. Málið sé tryggingamál og verði bætt. Umræða hófst um málið í Facebook-hópi íbúa í Laugarneshverfi í síðustu viku þar sem íbúar tóku eftir því að ekki væri allt með felldu. Jóhann er einn þeirra og segir í samtali við Fréttablaðið að það sé eins og rúður og lakk bifreiða hafi verið sandblásið. Fólksbifreið og húsbíll hans hafi orðið fyrir þessu tjóni. „Bíllinn er alveg hraunaður frá toppi til táar. Bíllinn er bara ónýtur og þetta er glænýr bíll,“ segir kona sem hafði samband við Fréttablaðið vegna málsins en baðst undan því að koma fram undir nafni. Hún hafði átt erindi á Laugarnesveginn í síðustu viku vegna vinnu og lagt bíl sínum þar í tæpa tvo tíma með þessum afleiðingum. Hún hvetur íbúa í nágrenninu til að athuga bíla sína en einnig hús og gluggarúður. Undir það tekur Jóhann sem telur að tjónið kunni að vera talsvert. „Ég fékk þau svör að verið væri að vinna í málinu en það er fínt að fólk viti af þessu. Það eru örugglega ekkert allir sem vita af þessu ennþá.“ Þorsteinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North sem sér um niðurrif á svæðinu, segir að undirverktaki hafi verið fenginn til að mála stálbita sem var í skemmu þegar eitthvað fór úrskeiðis. Í stað þess að pensla bitana hafi þeir verið sprautaðir. „Work North ber enga ábyrgð á þessu, það var undirverktaki sem gerði þarna mistök.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um umfang tjónsins en einhverjir hafi sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann ítrekar að málið sé tryggingamál. Öll fyrirtæki séu með frjálsa ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila og ef tjónið sé sök undirverktakans þá greiði tryggingafélag viðkomandi það. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Ég er náttúrulega mjög ósáttur við þetta,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, byssusmiður og íbúi á Laugarnesvegi, einn þeirra mörgu íbúa í nágrenni við framkvæmdasvæðið á Kirkjusandi sem uppgötvuðu tjón á bifreiðum sínum um miðja síðustu viku. Mistök urðu til þess að málningaragnir bárust frá framkvæmdasvæðinu yfir nærliggjandi byggð með þeim afleiðingum að bílrúður og lakk bifreiða sat eftir hrjúft og hraunað. Verktakinn sem sér um niðurrif bygginga á Kirkjusandsreitnum segir undirverktaka bera ábyrgð á mistökunum. Málið sé tryggingamál og verði bætt. Umræða hófst um málið í Facebook-hópi íbúa í Laugarneshverfi í síðustu viku þar sem íbúar tóku eftir því að ekki væri allt með felldu. Jóhann er einn þeirra og segir í samtali við Fréttablaðið að það sé eins og rúður og lakk bifreiða hafi verið sandblásið. Fólksbifreið og húsbíll hans hafi orðið fyrir þessu tjóni. „Bíllinn er alveg hraunaður frá toppi til táar. Bíllinn er bara ónýtur og þetta er glænýr bíll,“ segir kona sem hafði samband við Fréttablaðið vegna málsins en baðst undan því að koma fram undir nafni. Hún hafði átt erindi á Laugarnesveginn í síðustu viku vegna vinnu og lagt bíl sínum þar í tæpa tvo tíma með þessum afleiðingum. Hún hvetur íbúa í nágrenninu til að athuga bíla sína en einnig hús og gluggarúður. Undir það tekur Jóhann sem telur að tjónið kunni að vera talsvert. „Ég fékk þau svör að verið væri að vinna í málinu en það er fínt að fólk viti af þessu. Það eru örugglega ekkert allir sem vita af þessu ennþá.“ Þorsteinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North sem sér um niðurrif á svæðinu, segir að undirverktaki hafi verið fenginn til að mála stálbita sem var í skemmu þegar eitthvað fór úrskeiðis. Í stað þess að pensla bitana hafi þeir verið sprautaðir. „Work North ber enga ábyrgð á þessu, það var undirverktaki sem gerði þarna mistök.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um umfang tjónsins en einhverjir hafi sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann ítrekar að málið sé tryggingamál. Öll fyrirtæki séu með frjálsa ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila og ef tjónið sé sök undirverktakans þá greiði tryggingafélag viðkomandi það.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira