Viljja minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með námsgagnastyrkjum Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2017 21:45 Íslenskir framhaldsskólanemendur vinna mikið með skóla og er námsgagnastyrkurinn talinn geta dregið úr því. Vísir/Ernir Námsgagnastyrkur handa framhaldsskólanemum yrði fljótir að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Þetta er mat Ólafs Hjartar Sigurjónssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, og Steins Jóhannssonar, konrektors við Menntaskólann í Hamrahlíð. Þeir birtu grein í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir gera brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum að umræðuefni. Þeir segja ýmsar skýringar hafa verið nefndar en benda á að samkvæmt nýlegum rannsóknum vinna fimmtán til tuttugu prósent framhaldsskólanemenda fimmtán klukkustundir eða meira á viku með námi.Steinn Jóhannsson og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson.Það hafi áhrif á skólasókn og námsárangur en þeir spyrja sig hvers vegna framhaldsskólanemar þurfa að vinna svo mikið með námi, og spyrja jafnframt hvort það megi annaðhvort rekja til bágborins efnahags fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þarfarinnar að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu. Þeir nefna að á Norðurlöndunum fái nemendur yngri en átján ára frí námsgögn sem hafi þau áhrif að ekki sé jafnmikil þörf fyrir að vinna með námi. Brotthvarf sé töluvert minna á Norðurlöndunum en á Íslandi og draga megi þá ályktun að þar vinni nemendur minna með skóla. Kostnaður við kaup á námsgögnum fyrir framhaldsskólanemendur getur hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn og það geti reynst efnalitlum fjölskyldum erfitt að koma til móts við nemendur yngri en átján ára sem stunda nám í framhaldsskóla. Þeir segja að enn hafi enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til kaupa á námsgögnum sem myndi að þeirra mati hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskóla. Átta þúsund nemendur stunda nám í framhaldsskólum sem eru undir átján ára aldri. Ef þeir ættu kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá telja þeir Ólafur og Steinn að það gæti skilað sér í minni vinnu nemenda með skóla, minna brotthvarfi, betri námsárangri og að nemendur lykju námi tilskyldum tíma. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Námsgagnastyrkur handa framhaldsskólanemum yrði fljótir að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Þetta er mat Ólafs Hjartar Sigurjónssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, og Steins Jóhannssonar, konrektors við Menntaskólann í Hamrahlíð. Þeir birtu grein í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir gera brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum að umræðuefni. Þeir segja ýmsar skýringar hafa verið nefndar en benda á að samkvæmt nýlegum rannsóknum vinna fimmtán til tuttugu prósent framhaldsskólanemenda fimmtán klukkustundir eða meira á viku með námi.Steinn Jóhannsson og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson.Það hafi áhrif á skólasókn og námsárangur en þeir spyrja sig hvers vegna framhaldsskólanemar þurfa að vinna svo mikið með námi, og spyrja jafnframt hvort það megi annaðhvort rekja til bágborins efnahags fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þarfarinnar að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu. Þeir nefna að á Norðurlöndunum fái nemendur yngri en átján ára frí námsgögn sem hafi þau áhrif að ekki sé jafnmikil þörf fyrir að vinna með námi. Brotthvarf sé töluvert minna á Norðurlöndunum en á Íslandi og draga megi þá ályktun að þar vinni nemendur minna með skóla. Kostnaður við kaup á námsgögnum fyrir framhaldsskólanemendur getur hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn og það geti reynst efnalitlum fjölskyldum erfitt að koma til móts við nemendur yngri en átján ára sem stunda nám í framhaldsskóla. Þeir segja að enn hafi enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til kaupa á námsgögnum sem myndi að þeirra mati hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskóla. Átta þúsund nemendur stunda nám í framhaldsskólum sem eru undir átján ára aldri. Ef þeir ættu kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá telja þeir Ólafur og Steinn að það gæti skilað sér í minni vinnu nemenda með skóla, minna brotthvarfi, betri námsárangri og að nemendur lykju námi tilskyldum tíma.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira