Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 15:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti í garðinum fyrir utan Hvíta húsið í gær. Vísir/getty Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur. Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur.
Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38
Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00