Innlent

Báðu um gögn í meintu mansalsmáli á Akureyri

Sæunn Gísladóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar Iðju á Akureyri.
Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar Iðju á Akureyri. vísir/Auðunn
„Við fórum í vettvangskönnun og skoðuðum hluti og óskuðum eftir gögnum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar Iðju á Akureyri, um meint mansalsmál á veitingastað á Akureyri.

RÚV greindi frá því í kvöldfréttum í gær að grunur leiki á að starfsfólk staðarins fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum.

Björn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að starfsfólk stéttarfélagsins hafi farið á staðinn í gærkvöldi ásamt kínverskum túlki til að ræða við starfsfólkið.

„„Við erum alltaf í eftirliti, við fáum alls konar ábendingar og skoðum þær, og svo bara er ferillinn sá að okkar fólk fer á staðina og óskar eftir gögnum og svo skoðum við það þegar þau koma,“ segir Björn.

Viðtölum er lokið í bili. Það tekur nokkra daga að fá gögnin að sögn Björns. Hann segir að stéttarfélagið fái ábendingar um hina ýmsu staði í hverri viku.

„Við skoðum þær ábendingar sem við fáum og förum á staði líka án þess að fá nokkrar ábendingar til að skoða almennt líka. Við höfum verið mikið í því að skoða veitingastaði í sumar,“ segir Björn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×