Sport

Zlatan: McGregor er Ibrahimovic bardagaíþrótta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Conor McGregor eru báðir fullir sjálfstrausts
Zlatan Ibrahimovic og Conor McGregor eru báðir fullir sjálfstrausts Myndir/Getty
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, segir Conor McGregor vera „Ibrahimovic bardagaíþróttanna“ og veðjar á að hann vinni bardagann gegn Floyd Mayweather í kvöld.

Bardaginn verður fyrsti atvinnumannabardagi Conor í boxi, en hann er betur þekktur fyrir listir sínar í UFC bardögum.

„Sem mikill áhugamaður MMA sé ég þennan bardaga geta farið í báðar áttir. Ég trúi því ekki að Mayweather muni vinna auðveldlega, eins og fólk er að spá,“ sagði Zlatan í viðtali við Sport Bible.

„Conor hefur sýnt að hann getur rotað menn úr öllum áttum. Og hann er fullur af sjálfstrausti, eins og ég.“

„Hann er Ibrahimovic bardagaíþróttanna og ég er McGregor fótboltans,“ sagði Svíinn, sem seint mun verða sakaður um hógværð

„Hann mun vinna því hann trúir svo mikið á sjálfan sig, og andlega hliðin er helmingurinn af öllu sem þú gerir. Ef þú ert rétt stilltur andlega þá getur þú afrekað.“

Bardagi Conors og Mayweather fer fram í nótt og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Búrið hefst á miðnætti og upphitun í beinni klukkan 00.40. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is





MMA

Tengdar fréttir

Boxreynsla Conor McGregor

Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora.

Slagsmálin byrjuðu næstum því of snemma

Í nýjasta þætti Embedded, upphitunarþætti fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather má sjá er allt varð vitlaust er þeir mættust á kynningu fyrir bardagann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×