Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Upphafið má rekja til ágústmánaðar 2006 þegar mikill flúor á að hafa farið út í andrúmsloftið. vísir/gva Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46
Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54