Hættir sauðfjárrækt og gerist ferðabóndi í von um að geta búið áfram á Rauðasandi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2017 22:30 Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi. Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi.
Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15
Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00