Hættir sauðfjárrækt og gerist ferðabóndi í von um að geta búið áfram á Rauðasandi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2017 22:30 Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi. Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Fleiri fréttir Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Sjá meira
Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi.
Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Fleiri fréttir Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Sjá meira
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15
Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00