Tugir bænda vilja fá rafbíla í bæjarhlaðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Nauðsynlegt er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla. vísir/pjetur Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent