Tugir bænda vilja fá rafbíla í bæjarhlaðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Nauðsynlegt er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla. vísir/pjetur Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00