Tugir bænda vilja fá rafbíla í bæjarhlaðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Nauðsynlegt er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla. vísir/pjetur Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00