Hitaveitan kyndir undir verði sumarhúsa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. ágúst 2017 09:30 Framkvæmdir á vegum Kjósarveitna á þriðjudag rétt neðan stjórnsýsluhússins Ásgarðs. Laxá í Kjós liðast um í baksýn. Mynd/Sigríður Klara Árnadóttir „Við erum að stökkva inn í 21. öldina,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kjósarveitna, sem um þessar mundir er að leggja hitaveitu og ljósleiðara um Kjósina. Heita vatnið sem verið er að hleypa um sveitina er úr borholum á Möðruvöllum. „Við eigum nóg af vatni en vandamálið er hvað við erum dreifð. Þetta eru 120 kílómetrar af lögnum en við byrjuðum í maí 2016 og það er rífandi gangur í þessu,“ segir Sigríður. Að sögn veitustjórans hefur heitt vatn nú þegar verið pantað í yfir 90 prósent íbúðarhúsa í sveitarfélaginu og 72 prósent sumarbústaða. Alls eigi að tengja 440 staði og því að vera lokið 30. nóvember í haust.Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kjósarveita.Meðfram hitaveitunni er lagt ídráttarrör fyrir ljósleiðara og er þetta tvennt mikið framfaraskref fyrir svæðið. „Þetta er orðinn aðalstaðurinn enda hefur fasteignaverð í Kjósinni snarhækkað og orðið auðveldara að selja sumarhúsalóðir,“ segir Sigríður og vitnar til orða fasteignasala um að það fyrsta sem væntanlegir sumarhúsakaupendur spyrji um sé jafnan hvort þar sé heitur pottur. „Áður fyrr segist hann ekkert hafa verið að sýna þeim Kjósina. En núna sé komin hitaveita og ljósleiðari og það séu ekki mörg sveitarfélög sem bjóði upp á það í sumarhúsum.“ Sigríður segir þá sem þegar séu tengdir við hitaveituna lýsa mikilli breytingu til hins betra. Saggalykt hverfi, loftið í bústöðunum sé mýkra og fyrirsjáanlegt sé að viðhald minnki.Valdastaðabeljurnar voru steinhissa en áhugasamar um lagningu hitaveitunnar segir veitustjórinn. Mynd/Sigríður Klara Árnadóttir F14020817 BeljurVald„Einn sagði að konan hans hefði skipað honum að hringja í mig og segja að hún væri svo ánægð af því að sængin er núna heit þegar hún kemur og er viljugri að koma í bústaðinn fyrir vikið,“ segir Sigríður og hlær. Þótt tengt hafi verið við 204 sumarhús nú þegar er aðeins búið að taka inn heitt vatn í 84 af þeim. „Það er skortur á pípurum núna þannig að ef einhvern pípara vantar vinnu þá er bara að hringja í Kjósina. Hér er beðið eftir þeim,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
„Við erum að stökkva inn í 21. öldina,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kjósarveitna, sem um þessar mundir er að leggja hitaveitu og ljósleiðara um Kjósina. Heita vatnið sem verið er að hleypa um sveitina er úr borholum á Möðruvöllum. „Við eigum nóg af vatni en vandamálið er hvað við erum dreifð. Þetta eru 120 kílómetrar af lögnum en við byrjuðum í maí 2016 og það er rífandi gangur í þessu,“ segir Sigríður. Að sögn veitustjórans hefur heitt vatn nú þegar verið pantað í yfir 90 prósent íbúðarhúsa í sveitarfélaginu og 72 prósent sumarbústaða. Alls eigi að tengja 440 staði og því að vera lokið 30. nóvember í haust.Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kjósarveita.Meðfram hitaveitunni er lagt ídráttarrör fyrir ljósleiðara og er þetta tvennt mikið framfaraskref fyrir svæðið. „Þetta er orðinn aðalstaðurinn enda hefur fasteignaverð í Kjósinni snarhækkað og orðið auðveldara að selja sumarhúsalóðir,“ segir Sigríður og vitnar til orða fasteignasala um að það fyrsta sem væntanlegir sumarhúsakaupendur spyrji um sé jafnan hvort þar sé heitur pottur. „Áður fyrr segist hann ekkert hafa verið að sýna þeim Kjósina. En núna sé komin hitaveita og ljósleiðari og það séu ekki mörg sveitarfélög sem bjóði upp á það í sumarhúsum.“ Sigríður segir þá sem þegar séu tengdir við hitaveituna lýsa mikilli breytingu til hins betra. Saggalykt hverfi, loftið í bústöðunum sé mýkra og fyrirsjáanlegt sé að viðhald minnki.Valdastaðabeljurnar voru steinhissa en áhugasamar um lagningu hitaveitunnar segir veitustjórinn. Mynd/Sigríður Klara Árnadóttir F14020817 BeljurVald„Einn sagði að konan hans hefði skipað honum að hringja í mig og segja að hún væri svo ánægð af því að sængin er núna heit þegar hún kemur og er viljugri að koma í bústaðinn fyrir vikið,“ segir Sigríður og hlær. Þótt tengt hafi verið við 204 sumarhús nú þegar er aðeins búið að taka inn heitt vatn í 84 af þeim. „Það er skortur á pípurum núna þannig að ef einhvern pípara vantar vinnu þá er bara að hringja í Kjósina. Hér er beðið eftir þeim,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira