Jökullinn dauðadæmdur og lónið mun stækka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Breiðamerkurjökull skríður árlega fram um 300 metra á ári en hopar þó þegar upp er staðið um 300 metra því lónið nagar 600 metra af jökulsporðinum á móti. Vísir/JóiK „Jafnvel þótt loftslagið hlýnaði ekkert meira en orðið er þá er þessi jökull dauðadæmdur,“ segir Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur um sókn Jökulsárlóns á sporð Breiðamerkurjökuls. Um 1930 var Jökulsárlón ekki orðið til. Helgi segir að árið 1934 hafi rétt sést í lónið en í dag sé það orðið þrjátíu ferkílómetrar og nái átta kílómetra inn að jökulsporðinum. „Jökullinn er á hraðri ferð norður og þetta mun halda áfram með auknum hraða. Þróunin verður ekki stöðvuð fyrst hún er komin af stað,“ ítrekar Helgi. Orsök þess ferlis sem hefur verið í gangi í Jökulsárlóni er hlýnandi loftslag í kjölfar langvarandi kuldaskeiðs frá því fyrir árið 1400 og fram til 1920 að sögn Helga. „Landið undir þessum jökli, tuttugu kílómetra upp eftir, er fyrir neðan sjávarmál. Jökullinn liggur þarna í rennu sem nær niður fyrir sjávarmál. Og þegar þetta byrjar á annað borð þá fer bara af stað ferli sem ekki verður viðsnúið,“ segir hann. Helgi telur að um næstu aldamót muni lónið hafa náð að éta sig um tuttugu kílómetra til viðbótar inn í landið og sporður Breiðamerkurjökuls hafa hopað að sama skapi. „Um þetta er erfitt að spá því þetta gerist hraðar en menn töldu enda vildu þeir ekki fullyrða of mikið. En það er alveg hægt að giska á það að þetta lón verði eftir hundrað ár komið langleiðina inn að Esjufjöllum,“ segir hann.Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur. Fréttablaðið/StefánSumir telja sig sjá að jökunum, sem eru helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn, hafi fækkað á Jökulsárlóni en Helgi segist ekki hafa athuganir sem sýni það. Fólki geti þó sýnst svo vera því lónið stækki stöðugt og jakarnir dreifist því á stærra svæði. „Eitt er víst að það er að aukast framboðið af jökum en það má vera að þeir bráðni bara svo hratt. Á hverju flóði kemur straumur af tíu gráðu heitum sjó þarna inn, það er mjög mikill varmi,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hlýtt loft á sumrin hafi líka sín áhrif. Fyrirsjáanlegt sé að á endanum fylli sjórinn lónstæðið. „Ísstraumurinn sem kemur innan úr Vatnajökli bætir bara upp helminginn af því sem brotnar úr sporðinum,“ segir Helgi sem aðspurður kveður þó ekki líkur á því að jakar hætti að skila sér úr jöklinum niður lónið. Ekki í bili að minnsta kosti. „En þegar jökullinn er kominn 25 kílómetra þarna upp eftir þá fer hann upp á land. Þá er bara lónið fyrir framan. En á meðan sporðurinn flýtur fram í lónið þá skilar hann jökum. Hann þarf að draga sig upp úr þessari rennu til þess að jakar hætti að myndast,“ dregur Helgi upp framtíðarmyndina sem sé óumflýjanleg. Ekki nema það komi ísöld - og hún sé ekki í kortunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
„Jafnvel þótt loftslagið hlýnaði ekkert meira en orðið er þá er þessi jökull dauðadæmdur,“ segir Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur um sókn Jökulsárlóns á sporð Breiðamerkurjökuls. Um 1930 var Jökulsárlón ekki orðið til. Helgi segir að árið 1934 hafi rétt sést í lónið en í dag sé það orðið þrjátíu ferkílómetrar og nái átta kílómetra inn að jökulsporðinum. „Jökullinn er á hraðri ferð norður og þetta mun halda áfram með auknum hraða. Þróunin verður ekki stöðvuð fyrst hún er komin af stað,“ ítrekar Helgi. Orsök þess ferlis sem hefur verið í gangi í Jökulsárlóni er hlýnandi loftslag í kjölfar langvarandi kuldaskeiðs frá því fyrir árið 1400 og fram til 1920 að sögn Helga. „Landið undir þessum jökli, tuttugu kílómetra upp eftir, er fyrir neðan sjávarmál. Jökullinn liggur þarna í rennu sem nær niður fyrir sjávarmál. Og þegar þetta byrjar á annað borð þá fer bara af stað ferli sem ekki verður viðsnúið,“ segir hann. Helgi telur að um næstu aldamót muni lónið hafa náð að éta sig um tuttugu kílómetra til viðbótar inn í landið og sporður Breiðamerkurjökuls hafa hopað að sama skapi. „Um þetta er erfitt að spá því þetta gerist hraðar en menn töldu enda vildu þeir ekki fullyrða of mikið. En það er alveg hægt að giska á það að þetta lón verði eftir hundrað ár komið langleiðina inn að Esjufjöllum,“ segir hann.Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur. Fréttablaðið/StefánSumir telja sig sjá að jökunum, sem eru helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn, hafi fækkað á Jökulsárlóni en Helgi segist ekki hafa athuganir sem sýni það. Fólki geti þó sýnst svo vera því lónið stækki stöðugt og jakarnir dreifist því á stærra svæði. „Eitt er víst að það er að aukast framboðið af jökum en það má vera að þeir bráðni bara svo hratt. Á hverju flóði kemur straumur af tíu gráðu heitum sjó þarna inn, það er mjög mikill varmi,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hlýtt loft á sumrin hafi líka sín áhrif. Fyrirsjáanlegt sé að á endanum fylli sjórinn lónstæðið. „Ísstraumurinn sem kemur innan úr Vatnajökli bætir bara upp helminginn af því sem brotnar úr sporðinum,“ segir Helgi sem aðspurður kveður þó ekki líkur á því að jakar hætti að skila sér úr jöklinum niður lónið. Ekki í bili að minnsta kosti. „En þegar jökullinn er kominn 25 kílómetra þarna upp eftir þá fer hann upp á land. Þá er bara lónið fyrir framan. En á meðan sporðurinn flýtur fram í lónið þá skilar hann jökum. Hann þarf að draga sig upp úr þessari rennu til þess að jakar hætti að myndast,“ dregur Helgi upp framtíðarmyndina sem sé óumflýjanleg. Ekki nema það komi ísöld - og hún sé ekki í kortunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira