Jökullinn dauðadæmdur og lónið mun stækka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Breiðamerkurjökull skríður árlega fram um 300 metra á ári en hopar þó þegar upp er staðið um 300 metra því lónið nagar 600 metra af jökulsporðinum á móti. Vísir/JóiK „Jafnvel þótt loftslagið hlýnaði ekkert meira en orðið er þá er þessi jökull dauðadæmdur,“ segir Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur um sókn Jökulsárlóns á sporð Breiðamerkurjökuls. Um 1930 var Jökulsárlón ekki orðið til. Helgi segir að árið 1934 hafi rétt sést í lónið en í dag sé það orðið þrjátíu ferkílómetrar og nái átta kílómetra inn að jökulsporðinum. „Jökullinn er á hraðri ferð norður og þetta mun halda áfram með auknum hraða. Þróunin verður ekki stöðvuð fyrst hún er komin af stað,“ ítrekar Helgi. Orsök þess ferlis sem hefur verið í gangi í Jökulsárlóni er hlýnandi loftslag í kjölfar langvarandi kuldaskeiðs frá því fyrir árið 1400 og fram til 1920 að sögn Helga. „Landið undir þessum jökli, tuttugu kílómetra upp eftir, er fyrir neðan sjávarmál. Jökullinn liggur þarna í rennu sem nær niður fyrir sjávarmál. Og þegar þetta byrjar á annað borð þá fer bara af stað ferli sem ekki verður viðsnúið,“ segir hann. Helgi telur að um næstu aldamót muni lónið hafa náð að éta sig um tuttugu kílómetra til viðbótar inn í landið og sporður Breiðamerkurjökuls hafa hopað að sama skapi. „Um þetta er erfitt að spá því þetta gerist hraðar en menn töldu enda vildu þeir ekki fullyrða of mikið. En það er alveg hægt að giska á það að þetta lón verði eftir hundrað ár komið langleiðina inn að Esjufjöllum,“ segir hann.Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur. Fréttablaðið/StefánSumir telja sig sjá að jökunum, sem eru helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn, hafi fækkað á Jökulsárlóni en Helgi segist ekki hafa athuganir sem sýni það. Fólki geti þó sýnst svo vera því lónið stækki stöðugt og jakarnir dreifist því á stærra svæði. „Eitt er víst að það er að aukast framboðið af jökum en það má vera að þeir bráðni bara svo hratt. Á hverju flóði kemur straumur af tíu gráðu heitum sjó þarna inn, það er mjög mikill varmi,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hlýtt loft á sumrin hafi líka sín áhrif. Fyrirsjáanlegt sé að á endanum fylli sjórinn lónstæðið. „Ísstraumurinn sem kemur innan úr Vatnajökli bætir bara upp helminginn af því sem brotnar úr sporðinum,“ segir Helgi sem aðspurður kveður þó ekki líkur á því að jakar hætti að skila sér úr jöklinum niður lónið. Ekki í bili að minnsta kosti. „En þegar jökullinn er kominn 25 kílómetra þarna upp eftir þá fer hann upp á land. Þá er bara lónið fyrir framan. En á meðan sporðurinn flýtur fram í lónið þá skilar hann jökum. Hann þarf að draga sig upp úr þessari rennu til þess að jakar hætti að myndast,“ dregur Helgi upp framtíðarmyndina sem sé óumflýjanleg. Ekki nema það komi ísöld - og hún sé ekki í kortunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira
„Jafnvel þótt loftslagið hlýnaði ekkert meira en orðið er þá er þessi jökull dauðadæmdur,“ segir Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur um sókn Jökulsárlóns á sporð Breiðamerkurjökuls. Um 1930 var Jökulsárlón ekki orðið til. Helgi segir að árið 1934 hafi rétt sést í lónið en í dag sé það orðið þrjátíu ferkílómetrar og nái átta kílómetra inn að jökulsporðinum. „Jökullinn er á hraðri ferð norður og þetta mun halda áfram með auknum hraða. Þróunin verður ekki stöðvuð fyrst hún er komin af stað,“ ítrekar Helgi. Orsök þess ferlis sem hefur verið í gangi í Jökulsárlóni er hlýnandi loftslag í kjölfar langvarandi kuldaskeiðs frá því fyrir árið 1400 og fram til 1920 að sögn Helga. „Landið undir þessum jökli, tuttugu kílómetra upp eftir, er fyrir neðan sjávarmál. Jökullinn liggur þarna í rennu sem nær niður fyrir sjávarmál. Og þegar þetta byrjar á annað borð þá fer bara af stað ferli sem ekki verður viðsnúið,“ segir hann. Helgi telur að um næstu aldamót muni lónið hafa náð að éta sig um tuttugu kílómetra til viðbótar inn í landið og sporður Breiðamerkurjökuls hafa hopað að sama skapi. „Um þetta er erfitt að spá því þetta gerist hraðar en menn töldu enda vildu þeir ekki fullyrða of mikið. En það er alveg hægt að giska á það að þetta lón verði eftir hundrað ár komið langleiðina inn að Esjufjöllum,“ segir hann.Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur. Fréttablaðið/StefánSumir telja sig sjá að jökunum, sem eru helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn, hafi fækkað á Jökulsárlóni en Helgi segist ekki hafa athuganir sem sýni það. Fólki geti þó sýnst svo vera því lónið stækki stöðugt og jakarnir dreifist því á stærra svæði. „Eitt er víst að það er að aukast framboðið af jökum en það má vera að þeir bráðni bara svo hratt. Á hverju flóði kemur straumur af tíu gráðu heitum sjó þarna inn, það er mjög mikill varmi,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hlýtt loft á sumrin hafi líka sín áhrif. Fyrirsjáanlegt sé að á endanum fylli sjórinn lónstæðið. „Ísstraumurinn sem kemur innan úr Vatnajökli bætir bara upp helminginn af því sem brotnar úr sporðinum,“ segir Helgi sem aðspurður kveður þó ekki líkur á því að jakar hætti að skila sér úr jöklinum niður lónið. Ekki í bili að minnsta kosti. „En þegar jökullinn er kominn 25 kílómetra þarna upp eftir þá fer hann upp á land. Þá er bara lónið fyrir framan. En á meðan sporðurinn flýtur fram í lónið þá skilar hann jökum. Hann þarf að draga sig upp úr þessari rennu til þess að jakar hætti að myndast,“ dregur Helgi upp framtíðarmyndina sem sé óumflýjanleg. Ekki nema það komi ísöld - og hún sé ekki í kortunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira