Hugrakkur víkingur í glitrandi tangóskóm Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2017 11:00 Helen með dansfélaga sínum, Javier Guiraldi. Skórnir eru allir hennar eigin hönnun en tangókjólinn skapaði kjólahönnuður í Úrúgvæ. MYND/ÚR EINKASAFNI Helen "la Vikinga“ Halldórsdóttir er fumlaus ævintýrakona sem hefur brotið blað í tísku og takti tangós í hjarta hans, Argentínu. Hún býður upp í hinsegin tangó í kvöld. „Í fyrsta sinn í Argentínu þótti kunningja mínum ég vera hugrökk og þorin. Og þar sem ég var íslensk datt honum í hug að kalla mig "Qué bra la Vikinga“, eða Hugrakka víkinginn. La Vikinga festist fljótt við mig enda mikið um að fólki séu gefin gælu- eða auðkennisnöfn í Argentínu,“ segir Helen Halldórsdóttir, sem fæddist að Stöð í Stöðvarfirði en ólst upp í Reykjavík frá þriggja ára aldri, eða allt þar til hún flutti til Grindavíkur sextán ára. Þar giftist hún ung að árum og eignaðist tvær dætur. „Ég var orðin ekkja 25 ára og flutti með dæturnar til Svíþjóðar þaðan sem ég útskrifaðist sem félagsmannfræðingur frá Háskólanum í Lundi. Þegar innblásturinn kemur yfir mig er ég líka ljóðskáld. Í skáldskapnum er að finna allt milli himins og jarðar, en vitaskuld mikið um ást, sorg og vináttu,“ segir Helen sem árið 2002 gaf út ljóðabókina Lífið er tangó; ljóð um ástina og lífið. Líf Helenar hefur einmitt snúist um tangó undanfarin ár. „Ég held við höfum valið hvort annað; tangóinn og ég. Kannski var hann eitthvað sem ég þurfti á þeim tíma. Tangó kennir manni sitthvað um lífið og til að geta tekið tangó að hjarta sínu þarf maður að tengjast dansfélaganum, tónlistinni, hinum á dansgólfinu og ekki síst sjálfum sér. Það þýðir að maður þarf að vera í núinu; hér og nú, og það er gott fyrir okkur öll. Að virkilega vera og bara vera.“Helen er stórglæsileg, hér í tangókjól sem hún hannaði í samstarfi við argentínska kjólahönnuðinn Florence Darlan í París. MYNDIR/ÚR EINKASAFNIBraut blað í hinsegin tangó Fyrstu kynni Helenar við munúðarfulla dansmenningu tangós má rekja til mekka tangósins í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, þar sem Helen hefur nú búið í þrettán ár. „Mig langaði bara allt í einu að flytja til Argentínu og þegar yngri dóttir mín hafði lokið stúdentsprófum lét ég verða af því. Skömmu síðar hafði ég opnað La Vikinga, fyrsta tangóstaðinn minn (s. milonga). Síðan opnaði ég Bien Pulenta, sem var fyrsti reyklausi og „gay-friendly“ tangóstaðurinn í Buenos Aires; sem var vinveittur hinsegin fólki en þó ekki eingöngu hinsegin tangóstaður. Þar á eftir opnaði ég tangóstaðinn Mano o Mano, síðan tangóskólana Escuela La Vikinga og þar á eftir skómerkið La Vikinga Shoes,“ segir Helen sem nú stendur á tímamótum og hefur lokað bæði tangóstöðum sínum og tangóskólum. „Ég lokaði síðasta tangóstaðnum þegar ég byrjaði að ferðast fyrir alvöru um heiminn til að kenna og sýna tangó en hélt lengi vel áfram að reka tangóskólana. Það er óneitanlega skondið að hafa kennt mörgum Argentínubúanum tangó, og meira að segja í reglulegum einkatímum, en þeim þykir ekkert athugavert við að læra tangó hjá konu frá ísaköldu landi sem kennir þennan eldheita og tilfinningaþrungna dans“, segir Helen og skellir upp úr.Glamúr og kvenlegur yndisþokki stafar af tangóskóm Helen la Vikinga og fást þeir í úrvali fyrir bæði kynin.Óplanað ævintýralífÁstríðufull rómantík svífur yfir vötnum í tangódansi sem fylgir þokkafull tíska. „Í hefðbundnum tangó klæðist karlmaður jakkafötum, flottri skyrtu og skóm, og konan kvenlegum kjól eða pilsi og háhæla skóm. Tangó á sér þó fjölbreyttari hliðar í dag og á yngri og hinsegin tangóstöðum klæðir fólk sig óhefðbundnar og frjálslegar,“ segir Helen sem hannar sjálf sína tangóskó sem nú eru orðnir þekktir í tangóheiminum undir nafninu La Vikinga Boutique – Design & Quality Shoes. Hefur hún rekið skóbúð í Málmey í hálft annað ár og selur skóna einnig í vefversluninni lavikingaboutique.com. „Allt sem gerist í lífi mínu er nokkuð óplanað og það gerðist einmitt með skóhönnunina. Hún kom til vegna þess að argentínskir skór eru oftast alltof mjóir fyrir fætur okkar í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Því byrjaði ég á því að breyta skóm og fá nýja skó gerða fyrir mig og mína nemendur á Skáni og eitt leiddi af öðru. Ég hanna líka suma kjólanna minna í dansinn en góð argentínsk vinkona mín og kjólahönnuður í París, Florence Darlan, hannar flesta kjólana mína, sem og dóttir mín, Svanhildur Aþena.“Gull, brons og hvítt eykur enn á fegurð danssporanna.Helen er nú stödd á Íslandi en fram undan eru flutningar til Svíþjóðar. „Litla fjölskyldan mín kallar frá Skáni. Ég á þar dætur og þrjá dætrasyni, einn þrettán ára og fimm mánaða tvíburastráka. Annars er ég laus og liðug og ánægð með lífið og tilveruna. Tangó mun áfram og alltaf vera til staðar í lífi mínu og ég mun áfram ferðast um heiminn til að kenna og sýna tangó, sem og að selja skóna mína sem ég framleiði áfram í Buenos Aires. Ég hef því ekki sagt skilið við Argentínu sem verður alltaf mitt annað heimili.“Í kvöld klukkan 20 kennir Helen hinsegin tangó í Regnbogasalnum á opnu húsi Samtakanna '78 að Suðurgötu 3. Á eftir verður tangóball þar sem Helen þeytir tangóskífum fyrir gesti. Allir eru hjartanlega velkomnir og ekki er nauðsynlegt að mæta með dansfélaga. Um helgina stendur Helen fyrir helgarnámskeiði í Regnbogasalnum og á mánudagskvöld verður hún með kennslu og ball hjá Tangóævintýrafélaginu á Sólon í Bankastræti.Gamaldags kvikmyndastjörnusjarmi einkennir Monroe-hælaskóna.Regnbogalitir tangóskór úr smiðju Helenar eru tilvaldir í hinsegin tangó.Tískan í tangó er munúðarfull og skótauið setur oft punktinn yfir i-ið.Tangó er eldheitur dans sem tjáir ástríður og tilfinningar. Því passa eldrauðir skór vel við tjáningarformið. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Helen "la Vikinga“ Halldórsdóttir er fumlaus ævintýrakona sem hefur brotið blað í tísku og takti tangós í hjarta hans, Argentínu. Hún býður upp í hinsegin tangó í kvöld. „Í fyrsta sinn í Argentínu þótti kunningja mínum ég vera hugrökk og þorin. Og þar sem ég var íslensk datt honum í hug að kalla mig "Qué bra la Vikinga“, eða Hugrakka víkinginn. La Vikinga festist fljótt við mig enda mikið um að fólki séu gefin gælu- eða auðkennisnöfn í Argentínu,“ segir Helen Halldórsdóttir, sem fæddist að Stöð í Stöðvarfirði en ólst upp í Reykjavík frá þriggja ára aldri, eða allt þar til hún flutti til Grindavíkur sextán ára. Þar giftist hún ung að árum og eignaðist tvær dætur. „Ég var orðin ekkja 25 ára og flutti með dæturnar til Svíþjóðar þaðan sem ég útskrifaðist sem félagsmannfræðingur frá Háskólanum í Lundi. Þegar innblásturinn kemur yfir mig er ég líka ljóðskáld. Í skáldskapnum er að finna allt milli himins og jarðar, en vitaskuld mikið um ást, sorg og vináttu,“ segir Helen sem árið 2002 gaf út ljóðabókina Lífið er tangó; ljóð um ástina og lífið. Líf Helenar hefur einmitt snúist um tangó undanfarin ár. „Ég held við höfum valið hvort annað; tangóinn og ég. Kannski var hann eitthvað sem ég þurfti á þeim tíma. Tangó kennir manni sitthvað um lífið og til að geta tekið tangó að hjarta sínu þarf maður að tengjast dansfélaganum, tónlistinni, hinum á dansgólfinu og ekki síst sjálfum sér. Það þýðir að maður þarf að vera í núinu; hér og nú, og það er gott fyrir okkur öll. Að virkilega vera og bara vera.“Helen er stórglæsileg, hér í tangókjól sem hún hannaði í samstarfi við argentínska kjólahönnuðinn Florence Darlan í París. MYNDIR/ÚR EINKASAFNIBraut blað í hinsegin tangó Fyrstu kynni Helenar við munúðarfulla dansmenningu tangós má rekja til mekka tangósins í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, þar sem Helen hefur nú búið í þrettán ár. „Mig langaði bara allt í einu að flytja til Argentínu og þegar yngri dóttir mín hafði lokið stúdentsprófum lét ég verða af því. Skömmu síðar hafði ég opnað La Vikinga, fyrsta tangóstaðinn minn (s. milonga). Síðan opnaði ég Bien Pulenta, sem var fyrsti reyklausi og „gay-friendly“ tangóstaðurinn í Buenos Aires; sem var vinveittur hinsegin fólki en þó ekki eingöngu hinsegin tangóstaður. Þar á eftir opnaði ég tangóstaðinn Mano o Mano, síðan tangóskólana Escuela La Vikinga og þar á eftir skómerkið La Vikinga Shoes,“ segir Helen sem nú stendur á tímamótum og hefur lokað bæði tangóstöðum sínum og tangóskólum. „Ég lokaði síðasta tangóstaðnum þegar ég byrjaði að ferðast fyrir alvöru um heiminn til að kenna og sýna tangó en hélt lengi vel áfram að reka tangóskólana. Það er óneitanlega skondið að hafa kennt mörgum Argentínubúanum tangó, og meira að segja í reglulegum einkatímum, en þeim þykir ekkert athugavert við að læra tangó hjá konu frá ísaköldu landi sem kennir þennan eldheita og tilfinningaþrungna dans“, segir Helen og skellir upp úr.Glamúr og kvenlegur yndisþokki stafar af tangóskóm Helen la Vikinga og fást þeir í úrvali fyrir bæði kynin.Óplanað ævintýralífÁstríðufull rómantík svífur yfir vötnum í tangódansi sem fylgir þokkafull tíska. „Í hefðbundnum tangó klæðist karlmaður jakkafötum, flottri skyrtu og skóm, og konan kvenlegum kjól eða pilsi og háhæla skóm. Tangó á sér þó fjölbreyttari hliðar í dag og á yngri og hinsegin tangóstöðum klæðir fólk sig óhefðbundnar og frjálslegar,“ segir Helen sem hannar sjálf sína tangóskó sem nú eru orðnir þekktir í tangóheiminum undir nafninu La Vikinga Boutique – Design & Quality Shoes. Hefur hún rekið skóbúð í Málmey í hálft annað ár og selur skóna einnig í vefversluninni lavikingaboutique.com. „Allt sem gerist í lífi mínu er nokkuð óplanað og það gerðist einmitt með skóhönnunina. Hún kom til vegna þess að argentínskir skór eru oftast alltof mjóir fyrir fætur okkar í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Því byrjaði ég á því að breyta skóm og fá nýja skó gerða fyrir mig og mína nemendur á Skáni og eitt leiddi af öðru. Ég hanna líka suma kjólanna minna í dansinn en góð argentínsk vinkona mín og kjólahönnuður í París, Florence Darlan, hannar flesta kjólana mína, sem og dóttir mín, Svanhildur Aþena.“Gull, brons og hvítt eykur enn á fegurð danssporanna.Helen er nú stödd á Íslandi en fram undan eru flutningar til Svíþjóðar. „Litla fjölskyldan mín kallar frá Skáni. Ég á þar dætur og þrjá dætrasyni, einn þrettán ára og fimm mánaða tvíburastráka. Annars er ég laus og liðug og ánægð með lífið og tilveruna. Tangó mun áfram og alltaf vera til staðar í lífi mínu og ég mun áfram ferðast um heiminn til að kenna og sýna tangó, sem og að selja skóna mína sem ég framleiði áfram í Buenos Aires. Ég hef því ekki sagt skilið við Argentínu sem verður alltaf mitt annað heimili.“Í kvöld klukkan 20 kennir Helen hinsegin tangó í Regnbogasalnum á opnu húsi Samtakanna '78 að Suðurgötu 3. Á eftir verður tangóball þar sem Helen þeytir tangóskífum fyrir gesti. Allir eru hjartanlega velkomnir og ekki er nauðsynlegt að mæta með dansfélaga. Um helgina stendur Helen fyrir helgarnámskeiði í Regnbogasalnum og á mánudagskvöld verður hún með kennslu og ball hjá Tangóævintýrafélaginu á Sólon í Bankastræti.Gamaldags kvikmyndastjörnusjarmi einkennir Monroe-hælaskóna.Regnbogalitir tangóskór úr smiðju Helenar eru tilvaldir í hinsegin tangó.Tískan í tangó er munúðarfull og skótauið setur oft punktinn yfir i-ið.Tangó er eldheitur dans sem tjáir ástríður og tilfinningar. Því passa eldrauðir skór vel við tjáningarformið.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira