Óleyfisræsi Vegagerðarinnar fegruð og verða út sumarið í Landmannalaugum Garðar Ö. Úlfarssson skrifar 26. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnun segja ræsin í Laugalæk viðbragð við erfiðum aðstæðum þar á vaðinu. Mynd/Smári Róbertsson „Þetta er ákveðin tilraun og hún er algerlega afturkræf ef á þarf að halda, það er ekki búið að skemma neitt,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, um umdeild ræsi sem komið var fyrir í Landmannalaugum um þar síðustu helgi.Svanur segir að með því að setja ræsin í Laugalæk hafi menn verið að bregðast við því að vaðið yfir hafi verið villandi fyrir fólk á smábílum. „Það hefur verið að skemma þá. Þetta var nú gert í samráði við fulltrúa umhverfisstofnunar á svæðinu,“ undirstrikar svæðisstjórinn. „En samkvæmt myndunum er þetta náttúrlega alls ekki ásættanlegur frágangur og er náttúrlega ekki fullfrágengið þannig að það er svo ljótt að sjá þetta. Það á eftir að snyrta fláa og skera af ræsaendunum.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að ræsin yrðu fjarlægð tafarlaust. Svanur segir það ekki verða gert. „Við höfum verið í samráði við Umhverfisstofnun og þeir líta á þetta sem ákveðna tilraun sem þeir ætla að sjá hver reynsla verður af. Við ætlum strax að klára fráganginn en ef niðurstaðan verður sú að þetta komi illa út þá fjarlægjum við þetta,“ segir Svanur. Í framtíðinni sé ætlunin að ekki verðið ekið þarna inn eftir og þá gerist það af sjálfu sér að ræsin hverfi. „Þetta kom okkur algerlega á óvart, við vissum bara ekkert um þetta fyrr en við fengum senda mynd af þessu ræsi,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Vegagerðin gerir þetta örugglega í góðri trú þar sem þarna hefur verið mikið um fasta bíla skilst mér, en það hefur bara gleymst að óska eftir framkvæmdaleyfi, bæði frá Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu,“ segir Ágúst sem kveðst hafa rætt málið við Umhverfisstofnun sem fari með landvörslu í Landmannalaugum. „Þeir segja að það sé mjög auðvelt að taka þessi ræsi og færa þetta til fyrra horfs. Þeir vilja samt leyfa þessu að vera eitthvað áfram og sjá hvernig þetta kemur út í sumar,“ segir sveitarstjórinn. „Ég átta mig ekki alveg á því hvaða leyfi þarf að sækja um. Við erum svo sem ekki vanir að sækja um leyfi til að setja svona lítil ræsi í einhverja polla á þessum vegum,“ segir Svanur hjá Vegagerðinni. „En hugsanlega hefur eitthvað misfarist í því og þá munum við leiðrétta það.“ Í bréfi sem forstjóri Umhverfisstofnunar sendi Vegagerðinni fyrir viku segir að stofnunin hafi ekki veitt leyfi fyrir ræsunum en að samráð hafi verið haft við hana vegna framkvæmdanna. Vegagerðin hafi verið að bregðast við erfiðu ástandi á veginum. „Ef framkvæmd virkar ekki vel mun Umhverfisstofnun óska eftir því að framkvæmd verði fjarlægð fyrr en gert er ráð fyrir,“ skrifar forstjórinn. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Þetta er ákveðin tilraun og hún er algerlega afturkræf ef á þarf að halda, það er ekki búið að skemma neitt,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, um umdeild ræsi sem komið var fyrir í Landmannalaugum um þar síðustu helgi.Svanur segir að með því að setja ræsin í Laugalæk hafi menn verið að bregðast við því að vaðið yfir hafi verið villandi fyrir fólk á smábílum. „Það hefur verið að skemma þá. Þetta var nú gert í samráði við fulltrúa umhverfisstofnunar á svæðinu,“ undirstrikar svæðisstjórinn. „En samkvæmt myndunum er þetta náttúrlega alls ekki ásættanlegur frágangur og er náttúrlega ekki fullfrágengið þannig að það er svo ljótt að sjá þetta. Það á eftir að snyrta fláa og skera af ræsaendunum.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að ræsin yrðu fjarlægð tafarlaust. Svanur segir það ekki verða gert. „Við höfum verið í samráði við Umhverfisstofnun og þeir líta á þetta sem ákveðna tilraun sem þeir ætla að sjá hver reynsla verður af. Við ætlum strax að klára fráganginn en ef niðurstaðan verður sú að þetta komi illa út þá fjarlægjum við þetta,“ segir Svanur. Í framtíðinni sé ætlunin að ekki verðið ekið þarna inn eftir og þá gerist það af sjálfu sér að ræsin hverfi. „Þetta kom okkur algerlega á óvart, við vissum bara ekkert um þetta fyrr en við fengum senda mynd af þessu ræsi,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Vegagerðin gerir þetta örugglega í góðri trú þar sem þarna hefur verið mikið um fasta bíla skilst mér, en það hefur bara gleymst að óska eftir framkvæmdaleyfi, bæði frá Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu,“ segir Ágúst sem kveðst hafa rætt málið við Umhverfisstofnun sem fari með landvörslu í Landmannalaugum. „Þeir segja að það sé mjög auðvelt að taka þessi ræsi og færa þetta til fyrra horfs. Þeir vilja samt leyfa þessu að vera eitthvað áfram og sjá hvernig þetta kemur út í sumar,“ segir sveitarstjórinn. „Ég átta mig ekki alveg á því hvaða leyfi þarf að sækja um. Við erum svo sem ekki vanir að sækja um leyfi til að setja svona lítil ræsi í einhverja polla á þessum vegum,“ segir Svanur hjá Vegagerðinni. „En hugsanlega hefur eitthvað misfarist í því og þá munum við leiðrétta það.“ Í bréfi sem forstjóri Umhverfisstofnunar sendi Vegagerðinni fyrir viku segir að stofnunin hafi ekki veitt leyfi fyrir ræsunum en að samráð hafi verið haft við hana vegna framkvæmdanna. Vegagerðin hafi verið að bregðast við erfiðu ástandi á veginum. „Ef framkvæmd virkar ekki vel mun Umhverfisstofnun óska eftir því að framkvæmd verði fjarlægð fyrr en gert er ráð fyrir,“ skrifar forstjórinn.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent